Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Side 56

Frjáls verslun - 01.05.1975, Side 56
Verksmiðjuframleiðsla hiisa á Islandi — eftir Ólaf Sigurðsson Verksmiðjuframleiðsla á húsum, eða framleiðsla á húseiningum eins og það er oft kallað, hef,ur far- ið fram hér á landi um áratuga skeið. Ekki hel'ur það þó verið í stórum stíl og í miklu minna mæli en tíðkast í öðrum löndum. Algengast hefur verið að byggja útveggjaeiningar úr steinsteypu og skila þeim húsum fokheldum, eða byggja úr timbri, og hefur þá verið meira mismunandi hvernig húsunum hefur verið skilað. Brautryðjendur í þessu hafa verið Snorri Halldórsson, sem hefur byggt timburhús, og Sig- urlinni Pétursson sem hefur framleitt einingar úr stein- steypu. Litið hefur verið gert að því að flytja inn húseiningar eða tilbúin hús. Þó var nokkuð gert af þvi á árunum í kringum 1950 en þá voru flutt inn all- mörg hús frá Svíþjóð, sem síð- an ganga undir samheitinu „sænsku húsin“. MIKILL LÆRDÓMUR AF VIÐLAGASJÓÐSHÚSUNUM Vafalaust hefur það breytt miklu um sjónarmið manna á verksmiðjuframleiddum hús- um, þegar ákveðið var að kaupa hús vegna gossins í Vestmannaeyjum. Þá voru keypt 550 hús aðallega frá Norðurlöndum og sett hér upp á tiltölulega skömmum tíma. Tókst með þessu móti að leysa húsnæðisvanda fjölda fólks frá Vestmannaeyjum á mun skemmri tíma en annars hefði verið hægt. Af þessum framkvæmdum má draga ýmsan lærdóm. Hús- in voru af mörgum gerðum og komu til landsins í mjög mis- munandi formi. Sum komu í litlum einingum önnur í stærri flekum og enn önnur komu í rúmeiningum, þar sem stórir hlutar hússins voru fullbyggðir og var síðan raðað saman. AFKASTAGETA 1000 HÚS Á ÁRI Síðastliðið haust var haldin ráðstefna um verksmiðjufram- leiðslu húsa í Reykjavik fyrir forgöngu Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Húsnæðis- málastofnunar og Iðnþróunar- stofnunar íslands. Fundina sóttu fulltrúar margra opin' berra aðila og allra framleið- enda á einingahúsum. Þar kom fram mikið af upp- lýsingum um framleiðslu á hús- um á íslandi. Meðal annars var skýrt frá því að afkastageta þeirra verksmiðja sem fyrir eru í landinu væri nú um 1000 hús á ári þegar reiknað er með að, meðal framleiðslugráða þeirra væri um 60%. Með framleiðslu- gráðu er átt við, að hve miklu leyti húsunum sé skilað full- gerðum. MISLANGUR VINNUTÍMI Þar komu einnig fram mjög athyglisverðar upplýsingar um vinnutima við byggingu húsa. Talið er að það taki um 100 vinnustundir á byggingarstað 56 FV 5 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.