Frjáls verslun - 01.05.1975, Side 59
„Stefnir í nytt öngþveiti og
óðaverðbólgu í íbúðarmálum46
— setfir Gunnar S. Björnsson formaöur llleistarasambands byggingarmanna
„Aðstaða manna í byggingariðnaðinum í dag er ekki nægilega góð og er þar einkum fjármagns-
skorti um að kenna,“ sagði Gunnar S. Björnsson, formaður og framkvæmdastjóri Meistarasam-
bands byggingamanna í samtali við F.V.
Einstaklingar, sem ráðast í
byggingaframkvæmdir með það
fyrir augum að selja á frjálsum
markaði hafa mjög takmarkað-
an aðgang að því fjármagni
sem ríkiskerfið veitir til bygg-
ingaframkvæmda. í öðru lagi
eru svo lóðamálin í hinu mesta
óefni, einkum hér á Stór-
Reykjavikursvæðinu. Ef viði lít-
um t. d. á þá menn, sem byggja
og selja, þá eru nokkrir aðiljar
að byrja framkvæmdir á lóðum
sem útþlutað var í fyrra, aðrir
eru að Ijúka framkvæmdum og
enn aðrir búnir. Hins vegar er
ástandið þannig að engar lóðir
verða tilbúnar til úthlutunar á
þessu ári né eru lóðir sýnileg-
ar á næsta ári. Því er þó ekki
að leyna, að mun betur hefur
verið staðið að þessum málum
úti á landsbyggðinni og veldur
þar ýmislegt, þó líklega mest
fjármagnsskortur hér í þéttbýl-
inu sunnanlands hjá sveitar-
stjórnum og einnig hve seint er
farið út í að skipuleggja svæði
og íþriðja lagi líður alltof lang-
ur tími frá því að lokið er við
fullnaðarskipulag og þar til
gatnaframkvæmdir eru boðnar
út.
— Hver er staða þeirra
manna í iðnaðinum, sem vinna
ekki beint að byggingu og sölu?
— Hún er heldur ekki góð
og er hér átt við þá menn sem
vinna fyrst og fremst í reikn-
ingsvinnu. Mikill fjárskortur
háir þar og almenningur hefur
hreinlega ekki þau fjárráð, sem
þarf til að ljúka framkvæmdum
á hæfilegum tíma. Hér er þátt-
ur húsnæðismálastjórnarlána
mikill, hve afgreiðsla þeirra
hefur dregist fram úr hömlu,
allt að 1—2 ár. Það hefur einn-
Gunnar S. Björnsson, formaður
Meistarasambands
byggingarmanna.
ig mikið að segja, að þessir
menn eru yfirleitt með einbýl-
ishús eða smærri ibúðaeiningar
og því hafa þeir ekki getað
byggt upp heilbrigt fyrirtæki
enda álagningareglur þannig að
það verður yfirleitt lítið eftir.
Við getum tekið hér sem dæmi
byggingameistara með 10—15
manns í vinnu. Slíkur maður
þarf að hafa 5—6 verkefni í
gangi á hverjum tíma til þess
að hafa nóg aði gera. En þá
kemur það á móti, að hann þarf
að standa í stöðugum flutning-
um milli vinnustaða á vinnu-
vélum og mannskap og þegar
vinnustaðirnir eru dreifðir um
allt Stór-Reykjavíkursvæðið
getur verið um miklar vega-
lengdir að ræða og það segir
sig sjálft að slík vinnubrögð
hljóta að vera mjög neikvæð
fyrir alla aðila. Nú ef við lítum
á stöðu þessara manna í dag
miðað við ríkjandi ástand er
það mjög slæmt því að það er
segin saga, að þegar að kreppir
íefnahagsmálumog allt er í lág-
punkti kemur niðurskurðurinn
fyrst niður á þessum mönnum.
Það má segja að slíkar ráðetaf-
anir hafi nokkuð til síns máls,
því að um gífurlega fjármagns-
bindingu er að ræða í húsbygg-
ingum. En svo þegar aftur kem-
ur bati í efnahagslífið verður
eftirspurnin eftir íbúðum svo
mikil að ekki verður við neitt
ráðið. Þetta hefur gleggst kom-
ið í ljós á sl. 2—3 árum og
spennan, sem myndast á vinnu-
markaðnum hefur alvarleg á-
hrif fyrir alla atvinnuvegina.
Ég held að það fari ekki fram
hjá neinum manni, að brýna
nauðsyn ber til að koma þess-
um málum í fastari skorður og
hafa betri stýringu til að hægt
verði að halda sæmilegu jafn-
vægi.
— Er mikill munur á aðstöðu
byggingameistara á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og úti á
landi?
— Ég myndi ekki segja að
mikill munur væri þar á, en ef
við tökum t. d. stað eins og Ak-
ureyri fer ekki milli mála að
meistarar þar hafa byggt sig
betur upp en þeir sem starfa
hér fyrir sunnan. Þeir hafa yf-
irleitt stöðugri verkefni og á
veturna vinna þeir að ákveðn-
um verkefnum, sem ekki eru
eingöngu bundin við hásumar-
tímann. Það er einnig staðreynd
þótt furðulegt megi teljast að
ýmis efniskostnaður úti á landi
vill oft verða minni en hér
FV 5 1975
59