Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Side 80

Frjáls verslun - 01.05.1975, Side 80
Ilm heima og gcima Stjáni og Stebbi voru að velta því fyrir sér, hvaðan börnin kæmu. Þá sagði Stjáni: — Kennar- inn hefur sagt, að þetta gerist eins og hjá blómunum. Vindur- inn ber frjókornin með sér á milli blóma. Stebbi hristi höfuðið: — Þetta er della. Það er aldrei rok í svefnherberginu hjá pabba og mömmu. Nýja þjónustustúlkan var mætt í vistinni hjá forstjóra- frúnni. Frúin tók svo til orða í niðurlagi ræðu sinnar: — Já. Og svo ætlaði ég að segja yður frá því, að við eig- um 17 ára gamlan son. — Hm, kæra frú. Nefnið þér þetta vegna yfirvinn-unnar eða eruð þér kannski að hugsa um akkorð? spurði þjónustan. Ella var komin til sálfræð- ingsins: — H'ugsið yður bara. Maður- inn minn fer alltaf með þrjá seglbáta með sér í bað. — Það er ekkert athugavert — Þetta sífellda sjónvarpsgláp drepur allt ímyndunarafl. við það. Þetta er eins og hver annar leikur eða tómstunda- gaman hjá honum. — Já, en það er ekki svo einfalt- Hann hringir alltaf á veðurstofuna áður og fær hjá þeim spána fyrir öll miðin. — • — Veitingastjórinn spurði þjón- inn: — Hvað skrifaði gesturinn í kvartanabókina? — Ekkert. Hann límdi bara steikina og eina franska kar- töflu inn í hana. — • — Gesturinn leit á rcikinginn. — Að hugsa sér, 530 krónur fyrir tvöfaldan vodka og gos. Þetta fær maður fyrir tvö hundruð kall í Ameríku. — Já, en við það bætist auð- vitað ferðakostnaðurinn, sva.r- aði þjónninn. í Danmörku er verið að segja mönnum unnvörpum upp vinnu. Það þykir sérstök heppni að fá vinnu í annarri starfs- grein. Þetta getur verið anzi erfitt eins og sagan um banka- stjórann, sem varð benzínaf- greiðslumaður, sýnir bezt. Þeg- ar fyrsti viðskiptavinurinn kom og bað um 40 lítra, spurði hann: — Hvað ætlið þér langt? -—- Til Álaborgar. — Eru ekki 15 lítrar nóg? — • — — Hún er anzi góð sundkona en startið hjá henni er lélegt. 80 FV 5 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.