Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 39
að íbúar landsins tala bæði frönsku og þýzku. Pólitískt séð er Luxemborg mjög eindreginn þátttakandi í evrópsku sam- starfi og mikilvæg miðstoð stofnana Efnahagsbandalags Evrópu. Luxemborg er í þriggja klukkutíma fjarlægð frá ís- landi. Þangað eru flugferðir næstum alla daga ársins og fleiri en ein daglega mikinn liluta þess. Frá Luxemborg er innan við klukkutíma akstur til Belgíu, Frakklands og Þýzkalands. Með járnbrautar- lest má komast þaðan á nokkr- um klukkutímum til allra helztu ferðamannastaða megin- iandsins og Luxair-flugfélagið heldur uppi tíðum ferðum til mikilvægustu borga í ná- grannalöndum Luxemborgar. • Fjölbreytilegt land En lítum nú nánar á Lux- emborg sjálfa, sem er aðeins 2587 ferkílómetrar á stærð. í- búar landsins eru um 335 þús- und og þar af búa um 100 þús. í höfuðborginni Luxemborg, sem er miðstöð samgangna, verzlunar og viðskipta í land- inu. Þriðjungur alls landsins er skógi vaxinn en segja má, að það skiptist í tvo hluta landfræðilega: norðurhéruðin með grösugum og fögrum hlíð- um og hæðum Ardennafjall- anna og svo „Góða landið“ í suðri, aðallega ræktuð tún og skóga, sem takmarkast í austri af vínræktarlöndum Mósel- dalsins. Til þess að kynnast Luxem- borg að einhverju marki er ef- laust heppilegast fyrir útlenda ferðamenn að leigja sér bíl hjá bílaleigu. Skipulagðar hóp- ferðir eru þó líka farnar og má fara þá leið, sem hér verður lýst á eftir í slíkri dagsferð, sem kostar um 1600 krónur. Luxemborgarar sjálfir myndu eflaust mæla með því. að gestirnir tækju sér landa- kort i hönd og löbbuðu síðan af stað út í skóg með viðlegu- búnað. Þetta gera þeir sjálf- ir og hafa gönguleiðir um skóg- ana vel merktar inn á landa- kortin. Ökuleiðir eru sörnu- leiðis greinilega merktar á Ferðamennska í 120 ár „Hér í Luxemborg hefur ferðamennska verið stunduð í meir en 120 ár og byrjaði raunar um sama Ieyti og járn- brautarferðir á meginlandinu. Ibúum á iðnaðarsvæðununi í nágrannalöndunum hér í kring hefur þótt tilbreyting í að heimsækja Luxemborg, sem er eins og græn eyja á milli þeirra.“ Þetta sagði Georges E. Hausemer, forstjóri ferða- málastofnunar Luxemborg- ar í upphafi samtals við F.V. Hann bætli því strax við, að þróun ferðamála í Luxemborg hefði engan veginn verið jafnör og á Spáni eða í Júgóslavíu, en gisting í hótelum i Lux- emborg hefði aukizt að jafnaði um 6% árlega hin síðustu ár. RÚMLEGA 500 HÓTEL. Gistinætur í Luxem- borg eru nú um 1 milljón á ári í hótelum, jafnmarg- ar á tjaldstæðum, 100 þús. á farfuglaheimilum og jafnmargar í skátabúðum og' öðrum unglingabúðum Nú eru í landinu samtals 516 hótel af ýmsum stærð- um, flest fremur lítil, dreifð um landið allt. Að- eins fjögur af þessum hó- telum eru í eigu stærri félaga. í höfuðborginni sjálfri hafa gistinæturnar verið 80.000 á ári og þar af hafa Loftleiðir bókað um 50.000 fyrir farþega sína frá Bandarikjunum, a hótelum eins og Hótel Aer- ogolf rétt í útjaðri borgar- innar og Hótel Avia inni í miðborginni. VERÐLAGIÐ. Verðlag á hótelum í Lux- emborg er nokkuð mismun- andi eftir aðbúnaði og má gera ráð fyrir að tveggja manna herbergi kosti 400-550 franka yfir nótt- ina, en gengi Luxemborg- Georges E. Hausemer. arfrankans er um kr. 4,20. Góða máltið má fá fyrir 200 franka og utan höfuð- borgarinnar væri hún þrí- réttuð með víni fyrir þetta verð. Enn lægra matarverð er hægt að fá se hálfí fæði keypt með gistingu eins og algengt er. Til þess að komast leiö- ar sinnar um landið rná nota mismunandi farartæki eða tvo jafnfljóta, sen\ á- gætlega henta á þeim 14000 kílómetra skógar- stígúm, sem kortlagðir hafa verið. Þjóðvegir an> landið eru 5000 km og bílaleigubíll til að ferðast um þá kostar um 450 franka á dag, afgreiddur með fullum benzíngeymi en viðbótargjald er 5 fr. á km. Fyrir300 franka má líka fá járnbrautarmiða, se\n gildir fyrir ótakmörkuö ferðalög um landið í ivær vikur. FV 7 1975 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.