Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Page 43

Frjáls verslun - 01.07.1975, Page 43
Fornar byggingar við gamla markaðs- torgið í borginni Echternach sína að rekja til ársins 963. Djúpt gljúfur umlykur borgina og það var einn af afkomendum Karla-Magnúsar, sem byggði kastala á barmi þess og hóf að víggirða staðinn. Síðan hafa margoft orðið eigendaskipti að Luxemborg. Búrgundar áttu hana, sömuleiðis Habsborgarar, Spánverjar, Frakkakonungar og Prússakeisarar og allir bættu þeir svolitlu á víggirð- ingarnar, eða brutu upp part og part og hlóðu upp að nýju eftir sínu .höfði. Það var Vau- ban, arkitekt Loðvíks 14., sem lét byggja mestan hluta af mannsins. Þetta er klaustrið St. Maurice og St. Maur, sem reist var árið 1910. Þar dvald- ist Halldór Laxness um skeið er hann var kaþólskrar trúar og hugði á munklífi. KlausL’- ið er opið gestum og vegna tengsla sinna við kaþólska trúboðið á Norðurlöndum er ekki ósennilegt, að munkarnir, sem taka þar á móti gestum, tali Norðurlandamál. § Á orustuvellinum Og nú var stefnan tekin suð- ur um Ardennafjöll til höfuð- borgarinnar. Frá Clervaux er það 66 km leið. Leiðsögumað- urinn gat sagt okkui' ýmsar stríðssögur, sem gerðust á þessum slóðum. Á leiðinni er stórt minnismerki um Patt- on, hershöfðingja, við veginn, þar sem hann fórst í bílslysi. Er minning hans greinilega í hávegum höfð í Luxemborg. # Litrík saga Ekki verður svo við þetf.a greinarkorn skilið, að ekki sé eilítið vikið að höfuðborginni sjálfri en hún mun eiga sögu Kastalinn ó hæðinni fyrir ofan Viandcn. varnarveggjunum, sem við sjáum í Luxemborg nú. # Hrakfarir og hörmungar Á ýmsu hefur gengið í sögu Luxemborgar eins og sjá má af þessu. Á árunum 184049 var lagður grundvöllur að sjálfstæði landsins og árið 1867 var lýst yfir hlutleysi st.órhertogadæmisins og víg- girðingar um borgina rofnar. Hún hefur síðan verið aðsetur þings, stjórnar og þjóðhöfð- ingjans, sem er stór-hertoginn. Embætti hans gengur í erfðir. Höfuðborginni og öllu því, sem þar er að sjá, verða ekki gerð nein tæmandi skil hér. Þar eru vitaskuld gamlar kirkj- FV 7 1975 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.