Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Side 45

Frjáls verslun - 01.07.1975, Side 45
ur, kastalar og hallir, spánsk- ir varðturnar, borgarhliðin gömlu og nýtízkulegar brýr yfir gljúfrið. Borgin er nokk- ur menningarmiðstöð en bank- ar eru þar næstum 90 tals- ins og sýnir það, hve geysi- mikil fjármálamiðstöð Luxem- borg ér orðin, sýnilega til hagsbóta fyrir allan almenn- ing, því að óvíða eru kjór fólks betri í álfunni. Luxemborgarbúar virðast ekki liggja flatir fyrir útlendu ferðafólki og þeir eru sízt upp- áþrengjandi. Þeir hafa hins vegar gert talsvert átak til að bæta aðstöðu fy.rir ferðamenn og sýnast reiðubúnir til að greiða götu þeirra gesta, sem vilja njóta með þeím skemmti- legs, og i okkar augum afar sérstæðs umhverfis, kyrrðar og rólegheita og matar og drykkjar, sem óvíða á sinn líka. Luxair: Tíðar ferðir um l\lið - Evrópu „Tilgangurinn með stofnun flugfélagsins LUXAIR árið 1962 var fyrst og frenist sá að gefa fólki í Luxemborg og íbúuni nærliggjandi borga í nágrannalöndunum kost á skjótum ferðum til helztu miðstöðva flugsamgangna í Ev- rópu eins og Parísar, Frankfurt, London, Amsterdam og Rómar, þaðan sem áætlunarflugi er haldið uppi um alla veröld. í öðru lagi höfum við beint flug héðan frá Lux- emborg til vinsælla orlofs- dvalarstaða á Ítalíu, Spáni. í Grikklandi, Júgóslavíu og Túnis“. Það var Roger Sietzen, forstjóri flugfélags þeirra Luxemborgara, LUXAIR, sem gerði okkur með þess- um hætti grein fyrir aðal- atriðum í starfsemi félags- ins. Þriðji þáttur í flugrekstri LUXAIR er svo áætlunar- flug til S.-Afríku, sem fram fer með tveimur Boeing 707 leiguvélum. Hefur þetta 'langflug til Jóhannesarborg- ar frá Luxemborg verið stundað um nokkurt árabil en í samkeppni við önnur stærri félög njóta Luxem- borgarar þess, að flugvélar þeirra geta flogið yfir Af- ríkuríki, sem yfirleitt neita um heimild til yfirflugs sé flugvél í áætlunarflugi til eða frá S.-Afríku. Styttir þetta flugtímann allnokkuð hjá þeim Luxemborgurum. NÝ FLUGSTÖÐVAR- BYGGING. Roger Sietzen tjáði okkur að auk flugsins sjálfs ann- aðist LUXAIR afgreiðslu farþega, farangurs og vöru fyrir þau 10 flugfélög, sem hafa áætlunarferðir til Lux- emborgar. Ennfremur sér félagið þessum aðilum, að Loftleiðum undanskildum, fyrir mat í flugvélarnar. LUXAIR á hlut í vöruflutn- ingafélaginu Cargolux og annast afgreiðslu véla þess. Bygging nýrrar flugstöðv- Roger Sietzcn fyrir framan nýju flug- stöðvar- bygging- una i Luxem- borg. muMmMmi '*'•<« íí.nr",. FV 7 1975 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.