Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Síða 63

Frjáls verslun - 01.07.1975, Síða 63
Möl og sandur hf. Stærsta verkefnið er við Kröfluvirkjun Steypustöðin Möl og sandur hf. á Akureyri rekur umfangsmikla starfsemi. Stöðin selur lagaða stein- steypu og framleiðir steinrör til frárennslis og holræsa um a.llt Norð'urland. Einnig tekur fyrirtæk- ið að sér ýmiss stærri verk, svo sem uppsteypu á stórum einingum í hús, þ. e. strengjasteypuein- ingum. En núna er fyrirtækið einmitt að vinna við að steypa upp þak á væntanlegt stöðvarhús við Kröflu. Er það verk eitt upp á 13 milljónir krón a. Hjá fyrirtækinu vinna alls um 50 manns, þar af 15 í Strengjasteypu hf. sem er systurfyrirtæki Malar og sands. Steypustöð Malar og sands. Steypu- salan fer vaxandi og voru scldir 16 þús. rúm- metrar af steypu í fyrra. Framkvæmdastjóri Malar og sands hf. er Hólmsteinn Hólm- steinsson, en hann tók við rekstri fyrirtækisins sl. vor af föður sínum Hólmsteini Egils- syni. Hólmsteinn yngri er að- eins 24 ára gamall, en hann lauk um áramótin sl. prófi sem byggingatæknifræðingur frá T.í. með rekstur og skipulagn- ingu sem sérgrein. Frjáls versl- un heimsótti fyrirtækið fyrir skömmu og þá sagði Hólmr steinn að samdrátturinn, sem búist hafði verið við í bygging- ariðnaðinum í sumar hefði enn sem komið er ekki gert vart við sig hjá þeim. Pantanir á tilbú- inini steypu væru svipaðar og sl. ár, en því miður hefði verk- fallið í sementsverksmiðjunni á Akranesi gert stórt strik í reikninginn og tæki langan Hólmsteinn Hólmsteinsson tíma að vinna upp þær af- greiðslutafir sem það olli. MARGIR HLUTHAFAR Möl og sandur hf. var stofn- að árið 1946. Hluthafar i fyrir- tækinu voru margir, en þeir sem eru stærstir nú eru KEA, Sverrir Ragnars og Hólmsteinn Egilsson. Upphaflega var fyrir- tækið staðsett í Glerárþorpi og hafði aðeins grjótmulning á dagskrá sinni, en um 1955 var starfsemin flutt upp fyrir bæ- inn og 1960 var hafin steypu- sala samhliða grjótmulningn- um. Sementið er keypt frá Akranesi, en blandað í stöðinni og selt um allt Eyjafjarðar- svæðið. Steypusalan hefur far- ir vaxandi með ári hverju og á sl. ári voru seldir 16.000 rúm- metrar af steypu frá stöðinni. RÖRASTEYPA STÆKKUÐ Stuttu eftir að steypusalan hófst var farið að steypa stein- rör til frárennslis og holræsa og var sölusvæðið allt Norður- land. Rörin eru framleidd í stærðunum frá 10 sm—1.2 m. í þvermál og eru Möl og sandur eina fyrirtækið á landinu sem er með öll rör fyrir gúmmí- þéttingar. Nú stendur fyrir dyr- um bygging 450 m- húsnæðis fyrir rörsteypuna. SYSTURFYRIRTÆKIÐ STRENGJASTEYPA Árið 1962 var systurfyrir- tækið Strengjasteypa hf. stofn- að og tekur það að sér að steypa alls kyns stærri eining- FV 7 1975 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.