Frjáls verslun - 01.01.1979, Blaðsíða 6
efni
11 Ávarpsorð ritstjóra Frjálsrar
verzlunar 1939.
Baráttuár
14 Verzlun I viðjum stjórnmálanna
Greln ettlr BJörn ólafsson, stórkaupmann
15 Ríkiseinkasölur og reynslan
17 Verzlunin í hendur rfkisfns
19 Er viðskiptafrelsi hagsmunamál
atvinnurekenda?
Greln, sem Ólafur Björnsson, dósent
skrlfar.
21 Samkeppni skapar heilbrigða
verzlunarháttu
ettlr Bjarna Benedlktsson, ráöherra
25 Stefnt verður að auknu frjáls-
ræði
Vlðtal við Ingólf Jónsson, vlðsklptaráð-
herra
27 Verðlaunamyndagáta Frjálsrar
verzlunar
29 Frjáls verzlun
Blrglr Kjaran, hagfræðlngur skrlfar
31 Viðrelsnin
Stutt ágrlp úr ræðu Benjamfns Eiríksson-
ar, bankastjóra
Stríðsár
32 Innflytjendasambandið
33 f stríðslandi
Islenzkur stúdent seglr frá veru slnnl I
Þýzkalandi
37 Erlendur her á íslenzkri grund
39 fsland í erlendum blöðum
41 „Nobody’s Baby“
Skoðun Ameríkumanna á fslandl
43 Viðskiptin á hverfanda hveli
44 Vígbúnaðurinn fær yfirhöndina í
Bandaríkjunum
Vlðtal vlð Frlðþjóf O.Johnson, tormann
vn
Framfaraár
50 Samtal um flugmál
Rætt vlð Berg Glslason formann stjómar
Flugfélags islands
53 Eimsklpafélag fslands
þrifafyrirtæki
þjóð-
hér
Það olli okkur nokkrum heilabrotum, hvernig minnasl skyldi 40 ára
afmœlis Frjálsrar verzlunar. t fyrsta lagi var það matsatriði hvort
ástœða vœri til sérstakra hátíðabrigða. Mörgum finnst tœpast tilefni til
að minnast afmœlis félaga og fyrirtækja fyrr en þau standa á fimmtugu
i fyrsta lagi. Um blöð og þá kannski sérstaklega timarit eins og Frjálsa
verzlun gegnir öðru máli. Útgáfa blaða á tslandi hefur ekki verið neinn
dans á rósum. Blöð lifna — og deyja sum fljótt. Á þetta sérstaklega við
um málgögn félagasamtaka og önnur rit sem unnin eru af áhuga-
mennsku. Frjáls verzlun var gefin út af áhugamennsku fyrst í stað, og
þó öllu meira en það. Hún var gefin út af eldmóði. Reynslan sýndi hins
vegar að þessu verki yrði ekki haldið áfram nema með talsverðu átaki
og þátttöku manna, sem helgað gœtu blaðinu verulegan starfstima.
Samt varð útgáfa blaðsins œði sveiflukennd og lá niðri um tíma. Árið
1967 urðu hins vegarþáttaskil í sögu blaðsins, þegar fyrirtœkið Frjálst
framtak lók við útgáfu þess undir stjórn Jóhanns Briem. Síðan hefur
blaðið tekið geysilegum breytingum, orðið útbreiddara en nokkru sinni
, og öðlast þar með ákveðinn sess sem fjölmiðill er nœr til fólks i öllum
stéttum um landið allt. Þessarar þróunar viljum við minnast nú þegar
við fögnum áfanga í sögu blaðsins.
FRJALS VERZLUN
NÁN AÐARRIT
UTGEFANDI:
VEKZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR
RITSTJÓRI:
EINAR ÁSMUNDSSON
RITNEFND:
B.IÖRN ÓLAFSSON
PÉTUR ÓLAFSSON
VILHJÁLMUR I>. GÍSLASON
SKRIFSTOFA I HAFNARSTR. B (MJÓLKUR-
FÉLAGSHÚSINU. HERBEIÍGI 16—17). SÍMI
5293. — OPIN KL. 9. F. H. TIL KL. 5 E. H.
ÁSKRIFTARGJ ALD:
5 KR. FYFIR FÉLAGSMENN V. R.
8 KR. FYIIIR ADRA
LAUSASALA 76 AURAR
ÍSAFOI.S’A í’.I'K KNTSM i ÍM A H.K.
Það var afráþið að birta útdrœtti úr ýmsum greinum og frásögnum
Frjálsrar verzlunar á liðnum áratugum í þessu afmœlisblaði. Við byrj-
um á greinakafla, sem nefnist Baráttuár, en þar eru rifjuð upp ýmis
hagsmunamál verzlunarstéttarinnar frá fyrri tíð og barátta forystu-
manna hins frjálsa framtaks í landinu fyrir afnámi ríkiseinokunar,
vöruskömmtunar og margs kyns annarra hafta, sem hér ríktu í við-
skiptum, þegar blaðið sá fyrst dagsins Ijós og mörg ár á eftir. Eins og
áður segir eru þetta útdrœttir úr greinum. Hafa þœr verið styttar mjög
frá upphaflegri mynd en er œtlað í hnitmiðuðu máli að skila þeim
boðskap sem höfundur stefndi að. Baráttuár bls. 14