Frjáls verslun - 01.01.1979, Blaðsíða 33
| Stríðsár \
í stríðslandi
Skömmtunarseðlar i stríðsbyrjun í Þýzkalandi. Berlín
myrkvuð að kvöldlagi.
Ýmsar frásagnir ganga manna í milli um daglegt
líf í stríöslöndunum og ber þar ekki saman. Sumir
telja hungur og skort til dæmis í Þýzkalandi, og
hafa myndazt um það allskonar sögusagnir. Ein er
sú, að borizt hafi hingaö bréf frá Þýzkalandi, þar
sem vakin var á laumulegan hátt athygli á frímerk-
inu, en þegar það var losað af umslaginu á að hafa
staðið skrifað undir því: ,,Ég svelt"! Frásagnir um
daglegt líf í borgum stríðsþjóðanna berast við og
við með erlendum blöðum, en án efa eru þær
sumar litaðar.
íslenzkur stúdent, sem er nýkominn heim eftir
veru í Þýzkalandi og Danmörku hefir skýrt „Frjáls
verzlun" svo frá:
Óðar og styrjöldin hófst var tekið að skammta
neyzluvörur. Hver maður fékk sína seðla, og voru
þeir, sem ég fékk, fimm matarseðlar hvern mánuð.
Margvísleg flokkun var á skömmtuninni, sem ég
kem síðar að. í fyrsta lagi fékk ég kjötseðil eða
fjóra 50 gramma miöa og fjóra 100 gramma miða, í
öðru lagi var feitmetisseðill, 125 grömm af smjöri
á viku, auk smáskammts af smjörlíki og svínafeiti,
og entist þetta, ef vel var á haldið. Síðan var syk-
urseðill, en ekki man ég hvað mikið var á honum,
því aö húsmóðirin þar sem ég bjó hirti þann miða
alltaf, en töluverðu var úthlutað af sykri og auk
þess dáiitlu af marmelade. Brauðseðillinn var
mjög ríflegur, og var það á fárra færi að torga þeim
ósköþum af rúgbrauði, sem skammtað var. Síðast
var svonefnt Lebensmittelkarte, en á því var ýmis-
legt, svo sem grjón, malt-kaffi, súkkulaði, sem ekki
fékkst þó alltaf, og súpuefni. Ef ég t.d. fékk mér
,,Omelet“, varð ég að láta svo og svo mikið af
þessum seðli. Ekki fékk ég annað kaffi en
malt-kaffi og þótti mér það vöntun. Þegar á leið var
ekki úthlutað ööruvísi sápu en svonefndri Ein-
heitsseiffe, en hún var líkust sólskinssápu. Mýkri
sápa fékkst handa börnum. Sápa þessi hreinsaði
vel. Yfirleitt fannst mér matur nægur og saknaöi
ekki neins, nema helzt kaffisins og heitu pylsn-
anna, sem gott var að fá á kvöldin, en fengust nú
ekki nema gegn seölum. Að næringargildi var
maturinn fullnægjandi, eða svo virtist mér. Á
þriðjudögum og föstudögum var kjötfasta, og
mátti þá ekki framreiöa kjöt.
Þannig var í stuttu máli minn matarskammtur, en
úthlutað var misjafnt til manna, eftir því hvaö þeir
unnu. Ég var í skóla og þurfti því ekki sérstakt
kraftfóður. Hins vegar fengu erfiðismenn tvö-
faldan skammt. Var þar greint á milli
Schwer-arbeiter og Schwerst-arbeiter, en hinir
síðarnefndu voru t.d. námuverkamenn og var
þeim skammtað sérstaklega ríflega. Ég varð var
við að þessir karlar grobbuðu af skammtinum sín-
um og þótti hefð í að fá meira en hinir.
(1940)
33