Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1979, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.01.1979, Blaðsíða 50
Framfaraár — fyrir samgöngur á sjó og í lofti Samtal um flugmál Rætt við Berg Gíslason formann stjórnar Flugfélags íslands — Hvernig gefst landflugið hér? „Það hefir gefist svo vel, að F.í. má vera ánægt með árangurinn eftir atvikum. Auðvitað var lands- fólkið nokkuð tregara fyrst til að nota sér hið nýja farartæki. Menn voru tortryggnir, svo sem eðlilegt var, þar sem landflug var að kalla óþekkt hér. En þetta hefir breytzt, svo að nú er eftirspurnin gífur- leg. Almenningur hefir komizt að raun um að flug- ferðirnar eru þægilegustu og fljótustu ferðir, sem um er að ræða, og nú eru gerðar svo miklar kröfur til hraða og þæginda, að flugið er nú ekki lengur talið „sþort", heldur hagnýtt meir og meir af al- menningi." — En flugskilyrðin? „Því ber ekki að neita að ýmsir örðugleikar eru á fluginu hér. Landið er fjöllótt og firðir og dalir djúþir og fjöllum girtir, en lítið undirlendi. Veðr- áttan er líka stoþul, eins og menn vita, en eftir veðrinu fer flugið. Því er svo erfitt að hafa flugferðir mjög reglubundnar og verður svo vafalaust í framtíðinni, jafnvel þótt nýtízku firðmiðanir komi til greina. Veðurathuganakerfið þarf gagngerðrar breytingar við. Veðurathuganir þurfa að fást sendar út stöðugt, svo flugmenn geti úr vélum sínum ætíð fylgzt með, en það mun naumast fást fyrr en að styrjöldinni lokinni." Hinn nýi Catalina-flugbátur Bergur G. Gíslason (Úr myndasafni V.R.) — Þarf ekki að fjölga lendingarstöðum, ef vel á að vera? „Slíkt er auðvitað nauðsynlegt og er framtíðar- innar mál. Helzt þyrftu aö koma vellir nálægt öllum stærri kaupstöðum og svo minni vellir fyrir hverja sýslu. Slíkir sýsluvellir gætu verið góðar nýræktir, sem hægt væri að nytja, þrátt fyrir lendingar- afnotin. Slíkir vellir gætu einnig verið til neyðar- lendingar fyrir flugvélar á aðalleiðum og myndu auk þess hafa mikla þýðingu í sambandi viö sjúkraflutninga. Það gæti verið hentug aðferð við að koma upp slíkum völlum, að hið opinbera styrkti bændur á tilteknum svæðum til nýræktar, sem hægt væri bæði að hafa fyrir flugvöll og nytja. Slíkt væri hagur bæði bænda og Flugfélagsins." — Svo er millilandaflugið, sem margir vonast eftir? „Ég tel að millilandaflugið sé þýðingarmesta svið íslenzkra flugframkvæmda. Þar er verkefni, sem þegar er í athugun og mjög er og verður unniö að. Margir munu óska eftir að geta komizt til út- landa flugleiðis. Þá sleppa menn við langar sjó- ferðir með öllu, sem því fylgir. Flug yfir sléttan úthafsflötinn er miklu auðveldara en flug yfir okkar fjöllótta landi. Það ætti ekki að vera of djarft að byrja með því að hafa flugvélar fyrir 12—14 farþega í ferðum milli Skotlands og íslands, en þangaö er 5—7 klst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.