Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1979, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.01.1979, Blaðsíða 31
| Baráttuár\ Viðreisnin Stutt ágrip úr ræðu Benjamíns Eiríks- sonar, bankastjóra Fyrst er þaö, aö með frumvarpinu er gert ráð fyrir aö breyta gengi krónunnar, þannig aö gengiö lækki um 57% rúmlega miðað við skráð gengi í dag. Nú er hið skráða gengi ekki hið raunverulega gengi krónunnar, heldur er hið raunverulega gengi 16,2857+ 55%, því eins og kunnugt er lækkaði vinstri stjórnin í rauninni gengið á sínum tíma um 35%, með hinu svokallaða yfirfærslu- gjaldi, sem nemur 55%. Raunveruleg ný gengis- lækkun mun því vera um 34%. Frá því fyrir stríð hefir því krónan lækkað þannig, að nú er eftir rúmlega 1 /9 af verðgildi hennar miðað við dollar. Af verðgildi hennar innanlands er varla eftir meira en 1 /20. — Útflutningssjóður verður lagður niður, en gjöldum, sem lögð eru á, hans vegna, verður að talsverðu leyti haldið, a.m.k. fyrst í stað, vextir verða stórhækkaðir, og er það þáttur strangra að- gerða í peningamálunum. Á jafnframt að takmarka öll útlán. Ríkisstjórnin sjálf tekur í rauninni við yfirstjórn peningamálanna. Vísitölubinding kaup- gjalds fellur niður og meiningin er, að kjarasamn- ingum milli bátasjómanna og útgerðarmanna verði breytt. Samkvæmt frumvarpinu á að ákveða fiskverðið til bátasjómanna með lögum, þangað til sjómenn og hafi gert þessa nýju samninga. Þá er það einnig stefna stjórnarinnar að stórauka fjöl- skyldubætur og hækka ellilaun, og aðrar greiðslur til þeirra sem greiðslur fá frá almannatryggingun- um. Frelsi atvinnulífsins á að stórauka, bæði í framkvæmdum og verzlun, en einkum á þó að ganga röggsamlega til verks í því að losa höftin af innflutningnum. í sambandi við þessar breytingar má búast við stórauknum innflutningi í byrjun, sem kostar mikinn gjaldeyri í bili, auk margvíslegra annarra greiöslna, sem inna þarf af hendi. Það á því að heimila ríkisstjórninni að taka bráðabirgða- lán í Evrópu og Bandaríkjunum til þess að mæta greiðsluhallanum. Gert er ráð fyrir, að sá halli standi ekki lengi og hægt verði að endurgreiða gjaldeyrislánin fljótlega. Hinar stórhækkuðu bætur vegna almanna- trygginganna stafa fyrst og fremst af því, að gert er ráð fyrir aö gengislækkunin og aðrar verðbreyt- ingar, sem henni verða samfara, muni hækka verðlagið kringum 13%, en bæturnar, sem taka á inn í vísitöluna, og aðrar ráðstafanir, sem gerðar verða, munu takmarka hækkun vísitölunnar við 3%. Þar sem vísitölubinding kaupgjalds fellur aö öllu leyti niður, verður engin hækkun á kaup- gjaldinu. Hinum sérstöku gjöldum, sem lögð voru til Út- flutningssjóðs, á að halda að talsverðu leyti, gjöldum, sem lögð voru á til þess að halda því styrkja- og uppbótakerfi, sem flestir viðurkenna að sé óhæft til lengdar. Enda er það þetta fyrirkomu- lag, sem nú sligar allt saman. En þessu fé verður varið til þess að auka bætur almannatrygging- anna, og til að fella niður tekjuskattinn af launa- tekjum. Um þetta má ýmislegt gott segja. En svona há gjöld hljóta auðvitað að segja til sín í öllu verðlagi og öllu atvinnulífi. Og þessi háu gjöld á að nota til að greiða með ríkisútgjöld, sem ákveðin hafa verið af nokkurri skyndingu, því að þessar miklu breytingar á almannatryggingunum og skattalöggjöfinni eru gerðar með tiltölulega stutt- um fyrirvara. Þær eru gerðar til þess að fá menn til þess aó sætta sig við hækkun verðlagsins, án hækkunar kaupgjaldsins. Mér finnst að hér, eins og raunar víðar í ráðstöfununum, gæti nokkuð, að því sjónarmiði sé gefiö undir fótinn, að það sé í rauninni á valdi ríkisstjórnarinnar, að ákveöa lífs- kjör þjóðarinnar. Það viöhorf er að mestu leyti rangt. Þaö er rétt að ríkisstjórnin getur greitt fyrir ýmsum málum, en lífskjör þjóðarinnar eru í öllum höfuðatriðum ákveöin af öðrum þáttum. (1960) 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.