Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 7
Stærsta fyrirtæki í heimi American Telephone & Telegraph: Ellefu sinnum fleiri starfsmenn en starfandi íslendingar Það merkilegasta við fyrirtækið American Telephone and Telegraph Company er án efa stærðin. Það er stærsta fyrirtæki í heimi og hefur í þjónustu sinni fleira fólk en nokkuð annað fyrirtæki. í Bandaríkjunum er það aðeins rík- ið, sem hefur fleira fólk í þjónustu sinni, en hjá A. T. & T. starfa 962 þúsund manns. Reiknað hefurver- ið út að ef enn væru notuð hand- skiptiborð, þyrftu allir Bandaríkja- menn að vinna við þau, til að af- greiða þau símtöl, sem fara um sjálfvirka kerfið. En hvað er þetta í rauninni margt fólk. Á vinnumarkaði á ís- landi eru um 85 þúsund manns, eða sem nemur 8,85% af starfs- fólki A. T. &. T. Fyrirtækið er það ríkasta í heimi og á eignir sem nema 90 milljörðum dollara, sem er meira en samanlagðar eignir General Motors, Ford, General Electric og I. B. M. Meðal annars á fyrirtækið víra og leiðslur, sem næðu þrisvarsinnum til sólarog til bakaaftur. Hagnaður er risavaxinn eða 4 milljarðar dollara á síðasta ári, sem jafngildir 11 milljónum doll- ara á dag og 7.500 dollurum á min- útu. Heildarverð á vörum og þjón- ustu nemur 35 milljörðum á ári, sem er nokkru minna en söluand- virði á vörum General Motors og Exxon. 647 milljónir hlutabréfa eru í eigu 2,9 milljóna manna og stofn- ana. Eigendur hlutabréfa eru miklu fastheldnari á hlutabréf Ma Bell, eins og fyrirtækið er oft kallað, en þeir eru í nokkru öðru fyrirtæki og eiga þau að meðaltali í 12 ár. A. T. &. T. hefur með höndum rekstur yfir 90% allra síma í Bandaríkjunum og nær til allra ríkja Bandaríkjanna. Það skiptist í 23 símafyrirtæki auk Bell Labora- tories, sem fæst við uppfinningar og vöruþróun, og Western Elec- tric, stærsta framleiðanda á sím- um og vörum til símalagna og fjar- skipta, sem til er í heimi. A. T. &. T. er gamalt fyrirtæki á bandaríska vísu. Það var stofnað af Alexander Graham Bell, árið 1877, árið eftir að hann fann upp símann. Hann var í fyrstu eini hlut- hafinn og jafnframt rafvirki fyrir- tækisins. Það hét þá Bell Telephone Company, en það nafn bera flest hinna svæðisbundnu símafyrir- tækja í Bandaríkjunum. Banda- ríkjamenn nota nú síma meira en nokkur önnur þjóð. Um 500 milljón símtöl fara um línur Bell kerfisins á dag, að meðaltali fjögur um hvern síma. En Bell gerir fleira en sjá skrif- stofum og heimilum fyrir símum. í Bandaríkjunum eru 1,3 milljónir af almenningssímum, sem almennt eru látnir í friði, gagnstætt því sem hér tíðkast. Það jafngildir því að hér á landi væru 13 hundruð al- menningssímar dreifðir um land- ið. í Bandaríkjunum er þá að finna um allt, í veitingahúsum, skrif- stofum, járnbrautarlestum, á þjóð- vegum, götuhornum og segja má að maður sé aldrei fjarri síma. Yfir- leitt kostar tíu sent að hringja, en ekki nema fimm sent í Louisiana og 25 sent í Florida. A. T. &. T. prentar 120 milljón eintök af mismunandi simaskrám, en sú minnsta er í Paron, Arkan- sas, ein og hálf siða með 170 nöfn- um. í New York eru fimm stórar símaskrár, fyrir alla borgina. Fyrirtækið á 177 þúsund bíla og kaupir um 20 þúsund á ári. Til að halda þeim við rekur það 4 þúsund verkstæði. Það á 17 flugvélar og leigir margar fleiri, auk þess sem það leigir hesta, til að komast á af- skekktustu staði. Þessir sundurlausu fróðleiks- molar um þetta stærsta fyrirtæki heims gefur litla hugmynd um alla þá margháttuðu starfsemi, sem það rekur, en óhætt er að fullyrða að ( Bandaríkjunum sér maður engan hlut eins oft og merki Bell Telephone, hring með bjöllu inn- an í. 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.