Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 26
Bátalón h. f.: Vid getum hæglega smídad öll okkarskip sjálfir - segir Þorbergur Ólafsson framkvæmdastjóri Þorbergur Ólafsson, — bak við hann er Guðrún Agústsdóttir frá Hellis- sandi, einn af Bátalónsbátunum kunnu, kominn til eftirlits og viðgerða. „Skipasmíðin ætti að vera stærsti þáttur málmsmíðar á íslandi ef allt væri með felldu," sagði Þorbergur Ólafsson framkvæmdastjóri Báta- lóns hf. í Hafnarfirði. ,,Hér er þetta því miður eins og að við lifum í vanþróuðu ríki, einhverskonar veiðimanna eða hjarðmanna þjóð- félagi. Við megum ekki gleyma því að við getum hæglega smíðað öll okkar skip sjálfir. Og ekki nóg meö það, við getum smíðað traust og góð skip, bæði fiskiskipin og eins líka fragtskipin. Mér finnst það alltaf ömurlegt að hugsa til togara- flotans okkar, sem er víst ein 80 skip, að líklega innan við 10 þeirra skulu vera íslensk. Auðvitað ættu þau öll að vera okkar vinna". Bátalón hf.er þessa stundina með þrjá báta í smíðum, tvo stál- báta fyrir útgerðarmenn á Bakka- firði, 25-30 tonn hvor. Þeir eru nánast eins, þó er nokkur munur á þeim þannig að þeir standast ekki alveg að vera seríusmíði. Kaup- endur hafa gjarnan sínarsérkröfur þótt í smáu sé, þannig að oft reyn- ist erfitt að stunda seríusmíði að öllu leyti. Hinsvegar hefur seríusmíði farið fram í Bátalóni í stórum stíl. Um allt land eru Bátalónsbátarnir svoköll- uðu, trébátar, súðbyrðingar, 11 tonna. Af þeim smíðaði skipa- smiðjan rúmlega 50 fyrir rúmum áratug. Hafa þeir reynst hið besta. Þá kom til greina að smíða 50 báta á ári fyrir Indverja. Upphaf þess máls var að Bátalón smíðaði tvo stálbáta fyrir útgerðarmenn í Indlandi. Reyndust bátarnir vel, enda þótt ekki væri vel staðið að rekstri þeirra. Það vantaði tækni- menntaða menn um borð til að leiða Indverjana fyrstu skrefin. En Indverjar þurftu lán og þau lán lágu ekki á lausu á íslandi. Bátalón hefði líka þurft að byggja, og lán til slíks lágu heldur ekki á lausu. Það varð því ekkert af þessum smíðum. í Bátalóni erstórtrébáturá loka- stigi. Þorbergur sagði að hann væri smíöaður meðan verkefni voru ekki fyrir hendi. Hann sagði að sjóðakerfið liti slíkt ómildum augum og vildi greinilega ekki styðja slíkar smíðar. „Mikill samdráttur hefur orðið í innlendri skipasmíði á síðasta ára- tug. Hérna í Bátalóni störfuðu 65- 70 manns, en við höfum þurft að fækka mönnum og vinna núna um 30 hérna. Sjóðakerfið virðist skipulega eyðileggja flesta ný- smíðasamninga sem við eigum kost á. Margir vilja eignast báta, en kerfið virðist óttast þessa litlu báta meira en jafnvel togarana, enda segja sjómenn mér að veiðar séu stöðvaðar í veiðibanni allt niður í þriggja tonna trillur." Þorbergur sagði að þeir sem enn væru að reyna að smíða skip hér innanlands mættu ótrúlegri tregðu og nefndi dæmi þar um. Bátalón ætlaði að koma sér upp skála til að smíða stálbáta, 140-150 tonna. Þetta var 1960, norskur verkfræðingur var feng- inn hingað til að stjórna fram- kvæmdum. Þegar allt var tilbúið til að byrja skipasmíði kom tilkynn- ing frá sjóðakerfinu, að ekkert yrði smíðað innanlands nema sem ígripavinna í dráttarbrautum með viðgerðum, í bili. Þar með var sá draumurinn búinn. Bátalón hf. var gert að hluta- félagi 1956. Fyrirtækið er í raun beint framhald af Bátasmíðastöð Breiðfirðinga, sem var til húsa í hermannaskála í Flatahrauni. Þar voru smíðaðir um á annað hundr- að nótabátar og trillur og litlir þil- farsbátar. Þá var talað um breið- firska lagið á nótabátum og urðu þeir mjög vinsælir hjá skipstjórum, sem völdu þá frekar en útlenda báta sem LÍÚ flutti inn. Bátalón er nú með nýsmíðar 461 og 462 á stokkunum, stálbátana fyrir Bakkfirðinga, en þeim smíð- um á að Ijúka um áramótin. Fram- tíðin ersvo óráðin. 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.