Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 22
Lýsi & Mjöl h. f.: Þeirbeina augum sínum að loönunni — Rætt við Árna Gíslason forstjóra Hjá Lýsi og Mjöl hf. á Hvaleyrar- holti voru menn greinilega meö hugann viö loðnumiðin langt noröur af landinu, þegar frétta- maöur leit viö einn daginn um miðjan september. Verið var aö veiöa norður við Jan Mayen, og spáð í að gangan hreyfðist vestur á bóginn að Vestfjarðamiðum. Árni Gíslason framkvæmda- stjóri sagði að nú væri það spurn- ingin um það hvort sjómenn vildu heldur magn eöa gæði, þegar kvótakerfi er komið á veiðarnar. Hitt væri ekki annað en einfalt reikningsdæmi að sjá að sigling með loðnuna til Hafnarfjarðar yrði allt of dýr frá miðunum. Árni sló á vasatölvuna að líklega mundi olíu- kostnaður einn frá þáverandi mið- um norður í ballarhafi vera 4.5 miljónir fyrir stærstu skipin frá Vestfjarðamiðum þar sem vonast er eftir loðnunni. Fyrir fiski- mjölsverksmiðjurnar er það stórt atriði að fá hráefnið nýtt. Á langri siglingu getur átan í loðnunni haft skaðleg áhrif og próteininnihaldið í fiskinum lækkar og gerir vöruna verðminni. Árni sagði að verðið á loðnunni þessa stundina væri hátt.eða 8.15 Bandaríkjadalir fyrir próteinein- inguna. Það er því ekki nema eðli- legt að stjórnendur fiskimjölsverk- smiðjanna bíða spenntir átekta hvað gerist á loðnunni fyrir norð- an. „Auðvitað er það loðan sem heldur þessu gangandi hjá okk- ur“, sagði Árni, „annar rekstur eins og t.d. bræðsla á úrgangi frá fiskverkunarstöðvum og frystihús- um er varla annað en þjónusta. Þaðan höfum við kannski 150 tonn og í hæsta lagi 300 tonn á viku til að bræða, þetta er sáralítil vinna fyrir okkur og tekur því varla að starta vélunum fyrir það“. Árni sagði að þeir í L&M væru búnir að setja upp litla verksmiðju með gufuþurrkara fyrir þessa vinnslu. Þar verður hægt að hafa um hönd minni og jafnari vinnslu á úrgangi frá frysihúsum. Þar þarf minna starfslið en nú er. Kvaðst Árni þurfa að gera samninga um raforkuverð við Rafmagnsveitu Hafnarfjarðar. „Annars virðast öll fyrirtæki á landinu eiga að rekast á núll- punktinum, sem er auðvitað hrein- asta fjarstæða og verður engum til góðs. Hér komu t. d. Norðmenn með hugmyndir um orkusparandi tæki, verksmiðju sem framleiðir 60.000 tonn á ári og sparar 90 milljónir á ári í olíukostnaði. Þessi tækni kostar 350-400 milljónir. Þetta strandar á vaxta og fjár- málapólitíkinni okkar. Jafnvel þó við ættum þetta fé, þá mundi það ekki borga sig að fara út í orku- sparnaðinn. Hér í þessu landi ættu menn að lifa góðu lífi, en oft virðist manni boginn hafa verið þaninn um of, heimtufrekjan of mikil, og stundum verður því ekki viðkomið að láta skynsemissjónarmið ráða, eins og t.d. þetta litla dæmi sann- ar“, sagði Árni. Páll Árnason verksmiðjustjóri sagði fréttamanni að í sumar hefði verið fremur lítið að gera hjá verk- smiðjunni. Ekki hafi þó komið til uppsagna. Hjá L&M starfa um 25 manns að staðaldri. „Kannski var þetta kærkominn tími til að sinna viðhaldi á mann- virkjum verksmiðjunnar. Þarhefur margt verið gert til bóta núna síðustu vikurnar, þegar verkefnin hafa nánast engin verið“, sagði Páll. Lýsi og Mjöl hefur á þessu ári tekið á móti 34 þúsund lestum af fiski til bræðslu og framleitt 6000 lestir af mjöli til útflutnings. Sælgætisgerðin Góa h. f.: Hefðum spjarað okkur án bráðabirgðalaganna — segir Helgi Vilhjálmsson „Það má eiginlega segja að við höfum verið komnir niður í öldu- dalinn og verið farnir að skríða upp úr honum aftur", var álit Helga Vilhjálmssonar forstjóra og eins eigenda Sælgætisverksmiðjunnar Góu í Hafnarfirði. „þess vegna get ég ekki allskostarveriðsamþykkur þessum bráðabirgðalögum um skattlagningu á erlenda sæl- gætinu og kexinu. Ég held raunar að við hérna í Góu að minnsta kosti hefðum spjarað okkur nokk- urn veginn eins og áður. Annars fæ ég ekki séð að einhver skatt- lagning eins og þessi komi til með að breyta miklu þegar fólk er á annað borð að kaupa sér sæl- gæti“. Helgi er ungur maður en hefur 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.