Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 17
Skóhöllin: Hafnfirðingar sækja of mikið til Reykjavíkur — segir Erla Waage, verslunareigandi Kristinn Gústavsson og kona hans Erla Waage í Skóhöllinni afgreiða viðskiptavini sína. „Mérhefursýnst að það séeinhver gamall vani hjá Hafnfiröingum aö sækja allt til Reykjavíkur. Þeir fara jafnvel langar leiðir til að kaupa það sem fæst í næstu búð . Þetta hefur orðið til þess að margar góð- ar verslanir hafa orðið aö hætta hérna í bænum," sagði Erla Waage, eigandi Skóhallarinnar í verslanamiðstöðinni að Reykja- víkurvegi 50. „Auðvitað er þetta áhættusamt fyrirtæki," sagði Erla. „Innkaup á skófatnaði eru mjög erfið. Ég og maðurinn minn, Kristinn Gústavs- son, förum tvisvar á ári á sýningar á skóm úti í Evrópu. Það er aðal- lega sýningin í Dússeldorf sem hefur verulegt gildi. Einnig förum við á sýningar á Ítalíu. Við höfum rekið búðina í 2 ár, fyrst í samvinnu við Steinar Waage í Reykjavík, en lengst af ein og sjálf." í Hafnarfirði er aðeins ein önnur sérverslun með skó, það er hjá Geir Jóelssyni við Strandgötuna. Sagði Erla að svo virtist sem eldri Hafnfirðingar væru ekki gin- keyptir fyrir því að „fara upp á hraun“, eins og þeir kalla það, til að versla. Uppi á hrauni er Norður- bærinn nýi, en við Reykjavíkur- veginn og eins í verslanamiðstöð- inni við Miðvang er fjörugt við- skiptalíf, m.a. tveir stærstu mat- vörumarkaðir bæjarins, þ.e. Kostakaup og Fjarðarkaup. Erla sagði að Skóhöllin keypti inn sjálf alla þá vöru sem á boð- stólum væri, eða svo gott sem. Skóheildsalar lifa ekki lengur á ís- landi, það borgarsig engan veginn að versla með þá vöru. Mest er keypt frá verksmiðjum í Þýska- landi, Portúgal og Danmörku en einnig frá Austurríki og Noregi. Annars er það huggun harmi gegn að hingað koma oft reyk- vískar konur og versla hjá okkur, meðan Hafnfirðingar fara inneftir og versla. Við höfum reynt að hafa góða vöru á boðstólum, og stund- um vöru sem ekki fæst annars staðar, til dæmis hefur það orðið mjög vinsælt að hafa á boðstólum kventöskur í stíl við skóna, en þá vöru höfum við flutt inn frá Ítalíu og hefur hún orðið mjög vinsæl." 51

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.