Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 32
ti! umrædu Málefni Flugleiða — eftir Markús örn Antonsson Umræðan um málefni Flugleiða aö undanförnu hefur leitt margt athyglisvert í Ijós. Mcrkilegast af öllu er hin mikla pólitíska samstaða lýðræðisflokkanna þriggja gegn aðför kommúnista að félaginu. Umrót í landsmálum og úrslit tveggja síðustu kosninga ásamt stjórnarmyndunum gáfu vís- bendingu um að bilið milli lýðræðisflokkanna hefði breikkað og þeir ættu ekki jafn auðvelt með að sameinast gegn ofstækisöflunum til vinstri og áður hefur verið, eink- anlega þegar utanríkis- og varnarmál hafa verið til umræðu. En það hefur komið í Ijós, að þegar mikið liggur viö þarf ekki brýnustu öryggismál þjóðarinnar og samstarf viö vest- rænar þjóðir til að lýðræðissinar snúi bökum saman og geti hrundið árásum kommúnista svo að eftir sé tekið. Flugleiðamálið hefur afhjúpað lýðskrumið og tvískinn- unginn hjá forystuliði Alþýðubandalagsins. í öðru orðinu er verið að fordæma „ævintýramennsku" á hinum alþjóðlega flugmarkaði, sem skapað hefur á fjórða hundrað atvinnu- tækifæri hjá félaginu. I hinu orðinu er ábyrgum for- svarsmönnum fyrirtækisins úthúðað fyrir að stemma stigu við vaxandi rekstrarhalla vegna Norður-Atlantshafsflugs, með þeim óhjákvæmilegu afleiðingum að segja verður upp þeim starfsmannahópj, sent haft hefur atvinnu af „ævintýra- mennskunni" sem kommúnistar nefna svo. Þetta eru dæmi- gerð vinnubrögð forystumanna Alþýðubandalagsins og furðulegt að jafnágætt fólk og flugmenn og llugfreyjur Flugleiða skuli standa algjörlega bláeygt frammi fyrir ráð- herrum Alþýðubandalagsins og kommisörunt þeirra þegar þeir eru að níða skóinn niður af stjórnendum Flugleiða og lofa gulli og grænum skógum. Stefnumál kommúnistanna í Alþýöubandalaginu er aö Atlantshalsflug Flugleiða leggist niöur. Þarmeð telja þeirað höggvið hafi veriö á einn mikilvægan hlekk sem tryggt hel'ur fjölþætt og greið samskipti Islands og Bandaríkjanna. Þótt ótrúlegt megi virðast eru almennar samgöngur við Vestur- heini þeim þyrnir í augum. Ekki síst flugið milli íslands og Bandaríkjanna. Eöa eru menn búnir að gleyma ofstækis- köstum þingmanna Alþýðubandalagsins með Ólaf Ragnar Grímsson í fylkingarbrjósti yfir meintu samsæri forstjóra Flugleiða um að beina íslenzkum ferðamönnum til Banda- ríkjanna í stað þess að þeir færu allir til Norðurlandanna? Þessir nienn sjá ofsjónum yfir því aö íslenzkur almenningur skuli eiga þess kost að ferðast að eigin vild og kynnast lífsháttum og viðhorfum fólks vestan hafsins. Fróðlegt verður að sjá hver frantvinda Flugleiðamálanna verður á næstu vikum. Það verður eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig samstaða málgagna lýðræðsflokkanna end- urspeglast í málllutningi og ákvörðunum þingmanna þess- ara söntu flokka á Alþingi. Steingrímur Hermannsson hefur tekiö ntjög einarða afstööu gegn yfirgangi kommúnista í þessu máli og ekki verður annað séð en að Framsóknar- menn standi með ráðherra sínum. Þingflokkar Alþýðu- llokks og Sjálfstæðisflokks liafa fordæmt upphlaup komm- únistanna og hvatt til raunhæfs mats á ástandi flugmálanna og aðstæðum Flugleiða. Alþýðubandalagið hefur verið gjörsamlega einangrað í Flugleiðamálunum og hefur forysta þess gert vandræðalegar tilraunir til yfirklórs í seinni tíö eftir aö afleiðingar af frunt- hlaupi nokkurra orðháka flokksins í fjölmiðlum eru búnar að leiða llokkinn í étgöngur. Staða hans innan ríkisstjórnar hefur veikzt til rnuna. Tilraunir eru gerðar til aö brjótast úr sjálfheldunni. Málefni Flugleiöa geta orðið afgerandi próf- steinn á samheldni núverandi stjórnarflokka við upphaf þings. 66

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.