Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 27
Hafnfirðingar snúa sér
afturtil heimaverzlana
„Ekki er nú samkeppnin hér alveg
eins grimm og sumir vilja láta,“
sagöi Guöbjartur Vilhelmsson,
verslunarstjóri Miðvangs, nýjasta
og líklega fullkomnasta stórmark-
aöarins á Stór-Reykjavíkursvæö-
inu í viðtali viö Frjálsa verzlun.
,,Við erum í nokkurri sérstööu,
erum einir hér í Norðurbænum og
bætum úr brýnni þörf. Annars
hlusta ég ekki á þetta tal um ein-
hverja óhóflega samkeppni, frá
okkar hálfu munum viö keppa að
því aö gera viðskiptavini okkar á-
nægða“, sagði Guðbjartur.
í Hafnarfirði voru fyrir stórmark-
aðirnir Kostakaup og Fjarðarkaup.
Daginn sem blaðamaður var á ferð
í Firðinum sveif lítil flugvél yfir
byggðina í blíðvirðinu. Aftan í flug-
vélina var festur mikill borði hvar á
stóð áskorun til fólks að versla við
Kostakaup.
Nýji stórmarkaðurinn sem
Kaupfélag Hafnfirðinga lét byggja
að Miðvangi 41 opnaði í júlílok s. I.
Áður hafði verslunin verið til húsa
við mun þrengri kost í blokkar-
byggingunni við hliðina. Versl-
unarhúsið er 1415 fermetrar að
stærð, en gólfflötur markaðsins
sjálfs er yfir 1000 fermetrar, gott
rými fyrir viðskiptavini og inn-
kaupatíkur þeirra, verslunin vel
lýst og vel búin að öllu leyti. Hér
hefur greinilega ekki verið neitt til
sparað, enda mun kostnaðurinn
hafa numið meira en 700 millj-
ónum króna.
Guðbjartur Vilhelmsson sagði
að á döfinni væri opnun fiskbúðar,
vefnaðarvörubúðar, hárgreiðslu-
stofu og tóbaks- og sælgætis-
verslunar í hinu gamla húsnæði
Kaupfélagsins við hliðina. Þá eru á
döfinni miklar framkvæmdir milli
íbúðarblokkarinnar þar sem áður-
töld fyrirtæki verða ásamt apó-
tekinu og Kökubankanum. Það
verður allt hellulagt og upphitað,
en yfir kemur hlífðarhjálmur gegn
veðri og vindum. Ætlunin er að
þarna verði góðviðrasöm göngu-
gata með ýmsum gróðri og uppá-
komum á vegum búðanna og e. t.
v. fleiri.
,,Hér á að verða nokkurskonar
viðskiptamiðstöð þessa bæjar-
hluta og ég vona að ekki líði á
löngu áður en þessum fram-
kvæmdum lýkur“, sagði Guð-
bjartur.
Undanfarið hefur Kaupfélagið
auglýst hin ýmsu tilboð sín. Sam-
keppni stórmarkaðanna er ekki
hvað síst fólgin í því að geta boðið
vöru á ævintýralega lágu verði og
laða fólk þannig að sér. Guð-
bjartur sagði aö þegar Miðvangur
opnaði í júlílok hafi vörur allar
verið á nýjustu verðum. Saman-
burður Kaupfélagsins við aðra
stórmarkaði hafi því í byrjun verið
nokkuð skakkur. Nú væri Kaup-
félagið að mestu leyti komið yfir
þessa byrjunarörðugleika og gæti
boðið fólki upp á ótrúlegagóð við-
skipti, t. d. tókum við eftir tilboðs-
verði á Bragakaffi á 985 krónur,
meðan heildsalar selja slíkt á mun
hærra verði. Fjöldamargt annað
virðist boðið á lægra verði en
gengur og gerist. Sagði Gubjartur
að þessar auglýsingar hefði orðið
til þess að talsvert margir Reykvík-
ingar legðu leið sína suður eftir til
að njóta tilboða kaupfélagsins í
Miðvangi. Þá væri áberandi að
Hafnfirðingar sem áður versluðu
mest í stórmörkuðum Reykjavíkur
væru farnir að snúa sér til sinna
heimaverslana.
,,Við höfum vissa áætlun um við-
skiptin fyrstu mánuðina. Það hefur
komið í Ijós að við höfum verið full
svartsýnir, því viðskiptin hjá okkur
hafa farið fram úr öllum spám og
virðast aukast í sífellu."
í Miðvangi starfar fjöldi verslun-
arfólks, 34 eru á launaskrá og fyrir
helgar vinnur aukafólk ýmis störf
við markaðinn. í kjötvörudeild
starfa tveir lærðir kjötiðnaðar-
menn. Auk matvöru selur markað-
urinn einnig ýmsan fatnað, bús-
áhöld, rafmagnstæki og leikföng.
Guðbjartur sagði að stefnt væri
að því að gera föstudagana sem
líflegasta, þá yrðu matvælakynn-
ingar í gangi í Miðvangi. Þá daga
er líka sett upp mikið ávaxta- og
grænmetistorg. Þar er gefinn 20%
afsláttur, sem greinilegt er að fólk
notfærir sér, því margir virðast
gera öll sín kaup á þeirri vöru á
föstudögum.
61