Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 14
Glerborg h. f.: Afturkippur í bygginga- framkvæmdum fyrirsjáanlegur í hinum mikla verksmiöjusal Glerborgar hf. er allt samkvæmt nýjustu tækni I iðngreininni í dag. ,,Þaö má segja aö góðu fréttirnar hjá okkur í Glerborg séu þær aö þrátt fyrir hægfara samdrátt í framkvæmdum, þá höfum viö til þessa dags haft meir en nóg að starfa. Aö vísu hefur oröiö aukning í byggingaframkvæmdum úti á landi, en afturkippur fyrirsjáanleg- ur,“ sagði Anton Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Glerborgar hf. þeg- ar fréttamaður frá Frjálsri verslun tók hann tali. „Ég er uggandi um þetta ástand sem er aö skapast, þaö er Ijóst að í rekstri sem þessum má ekki mikið út af bera þegar nýlega er búiö aö byggja allt upp frá grunni." Glerborg var stofnuð í ágúst 1972 og hófst framleiðslan í 300 fermetra húsnæði viö Reykjanes- brautina. Nú er búiö að byggja viö 900 fermetra stórhýsi til viöbótar auk 300 fermetra geymsluhús- næöis. Fyrir tveim árum var auk þess ráöist í geysilega vélvæðingu í fyrirækinu, þannig aö manns- höndin þarf ekki að koma nærri glerinu jafn mikið og fyrr var gert. Meðal þeirra tækja sem keypt hafa veriö eru hlaupakettir sem sjá um að taka glerið úr umbúöunum og flytja þaö yfir á geysifullkomið skurðarborð. Varð Glerborg einna fyrst allra samsvarandi verksmiöja á Norðurlöndum aö taka upp slíka tækni. Og hvað þýðirtæknivæðing sem þessi í reynd? „Hún þýðir að núna framleiðum við tvöfalt meira magn á sama tíma en með svipuðum mannskap og áður,“ segir Anton. „Auk þess breyttist samsetningaraðferöin okkar þegar við tókum upp tvö- falda límingu. Fyrri aðferð hafði gefist vel, en hin nýja þó mun bet- ur. Þá er það kostur við núverandi tækni hjá okkur, að hægt er að vinna við rúðurnar uppistand- andi.“ Við spurðum Anton um ástæð- una fyrir hinum mikla uppgangi iðnaðar í Hafnarfirði. „Það er einfaldlega það að hér er vel búið að iðnaði. Við þekkjum það af eigin raun, höfum fengið góðar undirtektir allra opinberra aðila sem annarra. Sú er áreiðan- lega ástæðan fyrir því að hér er að skaþast svo fjörugt atvinnulíf," sagði Anton Bjarnason að lokum. 48 j

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.