Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 5
frjáls verzlun Sérnt um etnahags-, viöskipta- og atvinnumál Stofnad 1939 Útgefandi Friálst framlak ht FORSTJÓRI Jóhann Briem RITSTJÓRI Markús Örn Antonsson FRAMKVÆMDASTJÖRI Garðar Rúnar Sigurgeirsson FRAMLEIÐSLUSTJÓRI Ingvar Hallsteinsson AUGLÝSINGASTJÓRI Rannveig Ólafsdóttir Auglýsingasimi: 31661 LJÓSMYNDIR: Jens Alexandersson bréf f rá útgef anda Miklar athafnir endurspeglast í efni þessa blaðs Rússneskir brandarar, hvernig skyldur þeir vera? í Frjálsri verzlun höfum viö á ný tekiö upp þátt meö léttu efni og að þessu sinni fjöllum viö um brandara úr rússneskri biðraðamenningu. Munum við halda áfram birtingu áþekkts efnis, og væri ekki verra ef lesendur okkar sendu blaðinu gamansögur, sem þeir hafa heyrt á viðskiptaferðalögum sínum. ÚTLITSHÖNNUN Birgir Andrésson SKRIFSTOFUSTJÓRN Ingólfur Steindórsson Timaritiö er gefiö út i samvinnu viö samtök verztunar- og athafnamanna Skrifstofa og afgreiösla: Ármúla 18 Simar 82300 - 82302 SETNING: Prentstofa G. Benediktssonar PRENTUN: Prentstofa G. Benediktssonar BÓKBAND: Félagsbókbandið hf. LITGREINING A KÁPU: Korpus hf öll réttindi áskilin varöandi efni og myndir FRJÁLS VERZLUN er ekki rikisstyrkt blaö Útflutningur frá íslandi er áhugavert efni og sérstaklega þegar nýjar brautir eru ruddar. í síðasta tölublaði sögðum við frá starfsemi Glits og að þessu sinni fjöllum við um starfsemi Prjónastofunnar Iðunnar og ræðum við þau hjón Njál og Lovísusem reka fyrirtækiðaf miklum myndarskap. Sýnaþessi fyrirtæki umtalsverðanárangurhvortásínu sviði og auka fjölbreytni íslenzks útflutnings. Viðskipti íslands og Japans hafa verið í sviðsljósinu vegna loðnuveiða og sölu á þeim afurðum til Japans. Er í blaðinu gerð grein fyrir viðskiptum landanna undanfarin ár og birt viðtöl við inn- og útflytjendur. Auglýsingargetahaftog hafamikil áhrif ávelgengni fyrirtækja. Mjög mismunandi erstaðið að þeim málum hjáfyrirtækjum hér á landi, og gerir Frjáls verzlun nokkra grein fyrir sjónarmiðum auglýsenda gagnvartauglýsingum og birteru dæmi hvernig fyrirtæki auglýsasig. Eitt dæmi um þessa þróun er litavæðingin. í blaðinu eru nokkrar litaauglýsingar og geta lesendur borið saman mismunandi möguleika sem sú tegund auglýsinga gefur. Þá eru í blaðinu fastir þættir svo sem Stiklað á stóru, Orðspor og í f réttum. Auk þess er sagt frá fyrsta kaupfélaginu á íslandi, Kaupfélagi Þingeyinga, sem á 100 ára afmæli um þessar mundir og einnig greint frá einkaframtakinu á Hvammstanga. Sérefni er um samgöngumál og þar skýrt frá umsvifum og áformum flutningafyrirtækja. Allt fróðlegt efni fyrir þá sem vilja fylgjast með. LMiiJÍ j,. ,'j j' ,\j, j 3 5 >’02S fjtfjrylUMsl /Si/íWJS 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.