Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 41
Skemmtilega útfærðar teikningar og
frágangur góður. Upplýsingar ná-
kvæmar.
4. Umbúðir um rjómaost, sem fram-
leiddar voru hjá sænska fyrirtækinu
Torsten-Jeppson fyrir Osta og smjör-
söluna, en það var Auglýsingastofa
Kristínar, sem sá um hönnun. í um-
sögn dómnefndar segir m. a.:
Skemmtilegt form umbúða. Frágang-
ur góður. Upplýsingar nákvæmar.
5. Flöskur undir olíur, sem framleidd-
ar voru hjá Sigurplasti og Vörumerk-
ingu fyrir Smjörlíki h. f., en það var
Auglýsingastofan Argus, sem hannaði
miða, en flöskuna hannaði Sigurður
Jónsson, I umsögn dómnefndar segir
m. a.: Fleildarsamræmi með sam-
hæfðum litum, letri og myndskreyt-
ingum.
6. Umbúðir um Ora lifrarkæfu, sem
framleiddar eru hjá norska fyrirtækinu
Moblik Sannem AS fyrir Ora-Kjöt &
rengi h. f., en það var Auglýsingastofa
Kristínar sem sá um hönnun. í umsögn
dómnefndar segir m. a.: Flandhægar
umbúðir, sem veita innihaldi góða
vernd. Frágangur góður og upp-
lýsingar fullnægjandi.
7. Síldartunna, sem framleidd er hjá
norska fyrirtækinu Moblik Sannem AS
fyrir Síldarútvegsnefnd, en hönnun sá
Auglýsingastofa Kristínar um. í um-
sögn dómnefndar segir m. a.: Vand-
aðar umbúðir með hreinlegt og heil-
steypt yfirbragð. Vernd góð.
Tilgangur keppninnar var eins og fyrr,
að auka áhuga á hagkvæmum sölu-
örvandi umbúðum og styrkja þannig
samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja.
Dómnefndina skipuðu Brynjólfur
Bjarnason frá Fll, Gunnlaugur Pálsson
frá Neytendasamtökunum, Kristmann
Magnússon frá Kaupmannasamtökum
íslands, Ottó Ólafsson frá Myndlista og
handíðaskólanum og loks Pröstur
Magnússon tilnefndur af Félagi ís-
lenzkrateiknara.
Við mat umbúðanna notaði nefndin
matskerfi, sem notað hefur verið í fyrri
keppnum. Er þar m. a. tekið tillit til
ýmissa þátta, hönnun, verndar gegn
utanaðkomandi áhrifum, hagkvæmni í
sölu og neyzlu, upplýsinga og frá-
gangs.
Hið mikla framboð iðnvarnings í heim-
inum í dag, hefur gert umbúðir að
einum þýðingarmesta þætti í nútíma
vörudreifingu. Ný efni hafa komið til
sögunnar og valdið byltingu í um-
búðaframleiðslu. Pað hefur óneit-
anlega mikla þýðingu fyrir hverja þá
þjóð, er horfir fram til aukinnar fram-
leiðslu og fullvinnslu iðnvarnings að
hafa vakandi auga með framförum,
sem verða á sviði vörupökkunar.
Vinna við umbúðirnar verður að byggj-
ast á náinni þekkingu á þeim kröfum,
sem gera verður til þeirra, að því er
snertir vernd, pökkun, flutning á mark-
að og hönnun. Með hönnun er í þessu
sambandi átt við lögun umbúðanna
með tilliti til vörunnar, hagkvæmni í
meðferð og notkun, svo og listrænt
útlit og sölueiginleika.
H — n ^ýjung!
1 Toll-og
I verðútreikningskerfi
Er kerfi sem reiknar og skrifar út aðflutningsskýrslur ásamt viðaukaskýrsl-
um og í framhaldi af því, með þeim upplýsingum, sem tölvan hefur,
gengur hún frá fullkomnum verðútreikningi til verðlagsstofhunar.
Séu vörur í tollvörugeymslu, eru upplýsingar um allar hreyfingar þar geymdar
sérstaklega.
Hafi fýrirtæki yðar sjálft tölvu, er hægt að tengja kerfinu pöntunarkerfi og
sjálfvirka uppfærslu á lager og er þar um mikinn spamað að ræða við inn-
færslu.
Kerfið er byggt upp fýrir system 34, en hver svo sem töiva yðar kann að vera
er möguleiki á að aðlaga kerfið tölvunni.
3 Kerfisfræðingar: Gísli Márteinsson Tiyj
ftölvei
Kerfisfræðingar: Gísli Márteinsson Tiyggvi Eyvindsson
Leitið nánari upplýsingaf
Vatnagarðar 6
Sími: 81288,2 línur
Pósthólf 738, Reykjavík
TllllllllllllÉIM II llllllllllllll.......................Ill5
41