Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 22
okkar frá Japan ævinlega verið meiri, en útflutningurokkartil Jap- ans. Sem hlutfall af heildarinn- flutningi fyrstu ellefu mánuði árs- ins 1981, þá var innflutningurinn frá Japan um 4.70 %. Verðmæti hans var liðlega 304.7 milljónir króna og er það miðað við CIF- verðmæti. Hlutfall útflutnings okkar fyrstu ellefu mánuðina 1981 í heildarútflutningi landamanna var hins vegar ekki nema um 1.66%. Heildarverðmæti útflutn- ings íslendinga á síðasta ári var liðlega 94.2 milljónir króna. Einsog áðursagði hefurútflutn- ingur landsmanna til Japans gengið nokkuð í bylgjum gegnum árin, en helztu útflutningsvörur okkar á Japansmarkað eru hvala- furðir, hrogn ýmis konar og eitt- hvað af loðnumjöli, auk ýmissa vörutegunda, sem fluttar eru þangað í minna mæli. Hlutfallið í heildarútflutningi var um 0.1% árið 1970 og hefur síðan gengið upp og niður, náði til dæmis há- marki árið 1974 þegar hlutfallið fór yfir liðlega 4%, en það ár var flutt út mikið mjöl og setti það strik í reikninginn. Frá þeim tíma fram á þennan dag hefur hlutfallið rokk- að á bilinu 1.5-3.0%. Varðandi innflutninginn þá er sama sagan þar á ferðinni, því hlutfall hans í heildarinnflutningi landsmanna hefur verið mjög breytilegt. Árið 1970 var hlutfallið 2.8% og fór síðan vaxandi þar til það náði algjöru hámarki árið 1973, eða liðlega 7%. Ein af á- stæðum fyrir þeim mikla innflutn- ingi var mikill bílainnflutningur, auk stórra véla, sem vógu þungt. Frá árinu 1973 hefur hlutfallið síðan verið rokkandi frá 3-4.5%. Annars er bílainnflutningurinn og innflutningurinn á rafeindabúnaði mjög stór hluti viðskiptanna, varð- andi innflutning. Til að gera sér einhverja grein fyrir því, hvað það er sem íslend- ingarselja Japönum, þáeru það 11 vöruflokkar, sem um ræðir. Lang- stærstur hluti útflutningsins eru hvalaafurðir ýmis konar, sem að langmestu leyti eru frá Hval hf., en hlutfall hvalaafurða í heildinni fyrstu ellefu mánuði á sl. ári var tæplega 59%. Þá vega fryst hrogn þungt, eða um 22.6% á þessu sama tímabili. Ullarlopi og band var um 9.9% útflutningsins, fryst rækja um 2.9% fryst loðna um 2.5% og aðrir liðir minna, eins og matarhrogn, ísvarinn fiskur, ullar- teppi, ýmis konar prjónavörur úr ull, ytri fatnaðurýmiskonarog loks ýmsar íslenzkar iðnaðarvörur, sem ekki eru nánarskilgreindir. Gengið hefur mikil áhrif Gengi japanska yensins hefur haft nokkur áhrif milli ára á hversu mikil viðskipti landanna hafa ver- ið, en yenið hefur gengið nokkuð upp og niður, því það er í mjög beinu sambandi við Bandarikja- dollar, sem hefurátt mjög miserfitt uppdráttar. Á síðasta ári var dollar mjög sterkur, sem þýddi hins vegar að yenið var frekar lágt skráð og hækkun yensins á síð- asta ári var ekki nema um 22.3% hér á landi. Gengið var skráð 0.03069 í upphafi árs, en við lok ársins var skráningin komin í 0.03753 krónur. Hins vegar hækk- aði japanska yenið mun meira á árunum 1978-1980. Má t. d. nefna, að meðalgengi ársins 1980 var ekki nema 0.02145, en með- algengisskráningin fyrstu ellefu mánuðina í fyrra var 0.03594. Hækkunin þar á milli var því 67.5%. Þótt tölurnar séu þar ef til vill ekki alveg marktækar, gefa þær þó ákveðna vísbendingu. Viðskiptajöfnuður Japana við Evrópulönd og Bandaríkin hefur verið mikið vandamál síðustu árin. Má t. d. nefna, að innflutningur Japana frá löndum í Efnahags- bandalagi Evrópu, EBE, var á síð- asta ári að verðmæti um 8.6 millj- arðar Bandaríkjadollara, en verð- mæti útflutnings Japana til EBE landa var hins vegar á síðasta ári eitthvað í námunda við 18.9 millj- arða Bandaríkjadollara. Eins og kom fram hér á undan hafa stjórn- völd Evrópuríkja og Bandaríkj- anna lagt á það áherzlu við Japani, að þeir takmarki útflutning sinn til þessara landa eins og hægt er. Verkalýðsfélög bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafa m. a. haft í hótunum við stjórnvöld verði þessu ekki komið í kring, því þau telja, að verið sé að flytja inn atvinnuleysi, sem fari vaxandi dag frádegi. Þá má geta þess, að samkvæmt síðustu spám hagfræðinga, þá verður hagvöxtur í Japan á þessu ári eitthvað í námunda við 3.5-4.0% og þeir reikna jafnframt með því, að verðbólga í landinu verði um 3.5%. Til samanburðar má geta þess, að hagvöxtur var um 4.3% í Japan á síðasta ári og verð- bólga í kringum 3.9% Inn- og útflutningur til Japans, sem hlutfall af heilarviðskiptum á hverju ári. 1979-1981 Innflutingur: Útflutingur: 1981 -4.70% 1981 - 1.66% 1980-4.03% 1980-1.46% 1979-3.11% 1979-3.05% 1978-3.39% 1978-1.57% 1977-3.18% 1977-1.70% 1976-4.06% 1976 - 1.52% 1975-3.75% 1975-1.59% 1974-2.66% 1974-4.16% 1973-7.03% 1973 - 2.85% 1972-3.89% 1972 - 0.82% 1971 - 3.70% 1971 - 0.47% 1970-2.83% 1970-0.11% Samt. - 3.86% Samt. -1.75%

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.