Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 27
„Mætum ekki afgangi
þráttfyrirsmæðina“
- segir Páll Samúelsson í Toyotaumboðlnu
„Það er mjög ánægjulegt að eiga
viðskipti við Japani. Þeir eru á-
berandi nákvæmir við alla af-
greiðslu og í tímasetningum, sem
eru mjög þýðingarmikil atriði við
útvegun varahluta. Okkar pant-
anir eru vitanlega smápantanir í
þeirra augum miðað við pantanir
frá stærri markaðssvæðum, en
það er aldrei látið koma niður á
afgreiðsluröðinni, við mætum
engum afgangi þrátt fyrir smæð
okkar,“ sagði Páll Samúelsson,
eigandi og framkvæmdastjóri
Toyota umboðsins, eða P. Sam-
úelssonar hf., eins og fyrirtækið
heitir, í viðtali við F. V.
Toyota verksmiðjurnar eru
stærstu bílaverksmiðjur í Japan og
þær næst stærstu í heiminum á
eftir G. M. í Bandaríkjunum.
Toyota er stærsta fyrirtæki í Japan
og framleiddi 3,3 milljónir bíla í
fyrra. Fyrirtækið á 40 til 50 prósent
af heimsmarkaði og áætlað er að
um 60 prósent allra bíla í Japan
séu Toyota. Þess má geta að
Toyota og Datsun eiga 70 prósent
heimsmarkaðar til samans, en átta
aðrar bílaverksmiðjur skipta með
sér hinum 25 til 30 prósentunum. Á
íslandi á Toyota um 10 prósent
markaðarins og fer hlutfallið vax-
andi.
Toyota var fyrsti japanski bíllinn,
sem kom á markað hér og var það
árið 1965. Það var svo árið 1970 að
Páll tók við umboðinu, sem nú er
til húsa að Nýbýlavegi 8 í Kópa-
vogi, í eigin húsnæði. Sá háttur var
hafður á framanaf að kaupa bílana
í gegnum umboðsaðila í Dan-
mörku. Að sögn Páls reyndist það
mjög misjafnlega, Danir sendu
hingað bíla, sem þeir töldu að ekki
seldust hjá sér, réttu bílarnir skv.
pöntun, skiluðu sér eftil vill aldrei,
heldur komu aðrir í staðinn og
aldrei fékkst nóg af bílum.
Um áramótin '79 og '80 varð sú
breyting gerð að kaupa bílana
beint frá Japan. Eru þeir nú ávallt
afgreiddir skv. pöntunum og ár-
angurinn lét ekki á sér standa því
árið ’79 voru fluttir inn 238
Toyotabílar, en árið 80 rauk talan
upp í 1008 bíla.
Þrátt fyrir geysilega stærð
Toyotafyrirtækisins í Japan,
segir Páll að öll samskipti við verk-
smiðjurnar séu ákaflega persónu-
leg, Japanirnir virðast líta á alla
Toyotastarfsmenn sem meðlimi í
einni stórri fjölskyldu. Þá segir Páll
Japani vera ákaflega góða gest-
gjafa, og talar þá af reynslu sinni af
Japansferðum sínum.
Miklar framkvæmdir og breyt-
ingar eru nú á döfinni hjá um-
boðinu hér því húsrýmið er að
aukast úr 600 fermetrum í 2300
fermetra. Þá verður varahluta-
þjónustan stóraukin, bílasalan fær
mun rýmra húsnæði og sömuleið-
is mun verkstæðið stækka til
muna.
Nú vinna 40 manns hjá fyrirtæk-
inu og sé gluggað í lista Frjálsrar
verzlunar yfir 100 stærstu fyrirtæki
á íslandi árið 1980, er fyrirtækið í
sextugasta sæti, miðað við veltu.
Það er mikið stökk frá árdögum
Toyotainnflutnings hér, þegar
menn báru Toyota helzt saman við
Austur-Evrópubíla, og völdu þá
bíla oft frekar, þar sem þeir voru
ódýrari. Þá var reynslan af Toyota
ekki komin í Ijós. Nú státa Toyota
bílar hins vegar af efstu sætum
hvarvetna um heim þar sem neyt-
endakannanir hafa verið gerðar á
bílum.
Toyota bílarnireru í hæstu verð-
flokkum japanskra bíla og er Páll
að lokum spurður hverju það sæti.
„Þetta er ekkert annað en lögmál-
ið um það að bestu hlutirnir kosta
alltaf meira en þeir lélegri. Það er
aldrei hægt til lengdar að selja
lélega vöru á háu verði, svo við
hljótum að líta á það sem ótvíræð
meðmæli með Toyota að hann
skuli alltaf seljast þrátt fyrir heldur
hærra verð en á öðrum japönskum
bílum.“
27