Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 17
annar framleiðandi fór illa út úr því með bláa litinn sinn, því að á honum var grænleitur blær. Það reið baggamuninn. Tvisvar á ári fara þau Njáll og Lovísa til Ítalíu og Frakklands til að kynnast tilboðum garnframleiðenda og þásérstaklega til að skoða nýja liti. Lovísa var í Frakklandi nýlega og gat þá séð litina, sem franskir framleiðendur verða með árið 1983 og borið þá síðan saman við ítalska framboðið fyrir sama ár. Það erathyglisvert, að ítalirnir, sem eru með þrjá meginlita- flokka, kalla þann Ijósasta „Islanda". Sýnir þettaaðerlendir hönnuðir og framleiðendur eru farnir að taka vel eftir ís- lenzkum tízkufatnaði. - En hvernig er háttað jafnmikilvægum málum og hönn- un á fatnaði hjá Iðunni, vali á mynstrum og öðrum út- litsþáttum, sem úrslitum ráða um hvort varan selst eða ekki? „Við höfum átt mjög mikilsvert og árangursríkt samstarf við danskan fatahönnuð, Kirsten Östergaard, sem áður starfaði fyrir danska fyrirtækið Hjertegarn en er nú sjálf- stæður hönnuður og ráðgjafi. Hún gerir m. a. uppskriftir að handprjóni fyrir vikublöðin dönsku. Okkur finnst mjög til fyrirmyndar hvernig hún skilarverkinu eftirað hafaverið hjá okkur 2-3 daga í senn, teiknað og valið liti. Hún er vön að starfa fyrirframleiðendurog vinnuröll útfærsluatriði til hins ítrasta. Að þessu leyti gætu ýmsir innlendir hönnuðir lært margt af Kirsten Östergaard." Tölvunotkun í mynsturgerð Nú líða aðeins tíu dagartil þrjár vikur frá því að ákvörðun er tekin um framleiðslu á nýrri flíkog þangað til hún er komin á markað. Tölvunotkun í mynsturgerðinni hjá Iðunni hefur stytt þennan undirbúningstíma geysilega. Nú eru útbúnir strimlar með mynsturforsögn fyrirtölvutæki, sem tengd eru við prjónavélarnar og er það aðeins nokkurra klukkutíma verk að útbúa strimilinn í stað þess að áður tók það 2-3 daga að gera mynstursþjöldin, sem sett voru í vélarnar. Okkur lék forvitni á að vita hvað ein flík væri „prjónuð í mörgum eintökum". Og eins og við var að búast er það mjög misjafnt, að minnsta kosti tveir umgangar, þ. e. tvisvar sinnum 480 stykki í fjórum litum. Ef um barnapeysur er að ræða verður fjöldinn oftast mun meiri, ef til vill yfir 2000 stykki. Barnafatnaðurinn er verðlagður lægra en tízkufatn- aður handa fullorðnum og þess vegna verður hann ekki eins fyrir barðinu á erlendri samkeppni. Barnapeysur eru um 30% af heildarframleiðslu Iðunnar síðustu árin, dömu- peysur liðlega 40%. Alls eru prjónaðar yfir 100 mismunandi gerðir af fatnaði yfir árið. Dæmi eru um það að tvær eða þrjár gerðir af herrapeysum hafi gengið í eitt eða tvö ár á innanlandsmarkaði, en hann verður annars mettaður á skömmum tíma. Kaupmennirnirviljaalltaf fáeitthvað nýtttil að örva sölu. Og það eru einmitt þeir, sem eigendur Iðunnar vilja leita álits hjá. Fatakaupmenn eru tíðir gestir hjá verk- smiðjunni, sem selur beint til þeirra og milliliðalaust. Kaup- menn og kaupfélög úti á landi eru mjög mikilvægir við- skiptavinir og þau Lovísa og Njáll sögðu að íbúar lands- byggðarinnar hefðu raunverulega haldið íslenzkum fata- iðnaði uppi undanfarin ár. Kaupstefnan íslenzkur fatnaður er þýðingarmikill tengiliður milli framleiðenda og selj- enda að þeirra mati. Hún var fyrst haldin í samkomuhúsinu Lídó snemma á sjöunda áratugnum og hefur verið tvisvar á ári á Hótel Loftleiðum mörg undanfarin ár fyrir forgöngu Félags ísl. iðnrekenda. „Þetta er ódýrasta kynning sem ís- lenzkir framleiðendur eiga kost á. Við fáum þarna t. d. 15 innkomur á tveimur tízkusýningum." Á baklóðinni hjá Thor Jensen Prjónastofan Iðunn. Ekki er því að neita, að nafnið er dálítið Sambandslegt. Okkur datt í hug að spyrja, hvort uppruni verksmiðjunnar hefði á nokkurn hátt verið tengdur umsvif- um samvinnuhreyfingarinnar. Tölvutækið, þar sem strimill með mynsturforsögninni fyrir prjónavélarnar er búinn til. Að meðaltali starfa 32 satarfsmenn allt árið hjá Iðunni, flestir á saumastofunni. Áður voru 10—12 prjónastofur í að framleiða fyrir innan- iandsmarkað, núna eru það Iðunn og tvö önnur fyrirtæki. 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.