Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 48
Engir þingmannsdraumar, ekki enn. - Þrátt fyni töluverð umsvif í fyrirtækinu fórstu fljótlega að bæta á þig öðrum verkefnum, er mérsagt. Þar á meðal í stjórnmála- vafstri. ,,Já, fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 1970, var farið að orða mann við sveitarstjórnarmál og ég lenti inn í hreppsnefnd og hef starfað þar og í nefndum innan hennar." - Hefur þú mikinn áhuga á stjórnmálum? ,,Ég mundi ekki telja mig pólit- ískan. En ég hef áhuga á stjórn- málum og ákveðnar skoðanir á Mjöl hf.: Gúanó með tvíþætt hlutverk Nýtt fyrirtæki hefur verið sett á laggirnar á Hvammstanga, Mjöl h. f., sem hefur mjölframleiðslu á stefnuskrá sinni eins og nafnið bendir til. Stofnendur og eigendur eru Meleyri h. f., V. S. P., Kaup- félagið o. fl. Fyrirtækið hefur þeg- ar reist verksmiðjuhús og fengið tæki til vinnslunnar og tekur væn- tanlega til starfa fyrri hluta þessa árs. Þetta er heldur lítið „Gúanó“ á landsvísu, en hefur eigi að síður mjög þarft verkefni, sem er að nýta úrgang frá Meleyri h. f. og sláturhúsunum, og breyta honum í verðmætt fóður. Tilgangur verksmiðjunnar er í raun tvíþættur, auk þess, sem fyrr var nefnt, er ekki síður þarft verk að losa byggðina við kostnaðar- sama og oft erfiða eyðingu þess úrgangs, sem nú verður breytt í nytjavöru. þeim. Ég er einstaklingshyggju- maður, eða með öðrum orðum sjálfstæðismaður." — Tekur þú þátt í störfum flokks- ins? ,,Já, ég er í stjórn kjördæmisráðs og tek á ýmsan hátt þátt í flokks- starfinu." — Ertu meðþingmanninn ímag- anum? ,,Nei, það er ég alls ekki. Ekki ennþá að minnsta kosti. Aldrei skyldi maður þó segja aldrei, en að minnsta kosti ekki enn. Ég erheld- ur ekki viss um að það sé eftir- sóknarvert." Flísalagðar hallir - Hvað er framundan hjá fyrir- tækinu núna? ,,Við þurfum að komaokkurbet- ur fyrir. Byggingavörudeildin er í gömlu vörugeymsluhúsi, sem var byggt um aldamótin. Við höfum rætt um að setja hana í gömlu sölubúðina. Eins þurfum við að taka slátur- húsinu tak. Það eru mjög miklar kröfur gerðar til aðstöðu í slátur- húsum, margar sjálfsagt réttmæt- ar, þótt ég geti ekki fallist á að þær þurfi að vera eins miklar og gerðar eru, þar sem verið er að byggja flísalagðar hallir til að vinna í einn og hálfan mánuð á ári." - Er ekki hugsanlegt að þessi tvö fyrirtæki, sem hér taka fé til slátrunar, geti sameinast um rekstur sláturhúss? ,,Það er allt hugsanlegt, með góðum vilja. Þessari hugmynd var slegið fram í skýrslu nefndar um sláturhús í landinu, en ég hef aldrei heyrt neitt á hana minnst af hálfu kaupfélagsins og ég er ekki trúaður á að þeir séu þar neitt til viðræðu. Ég er heldur ekki viss um að ég sé hrifinn af þessari hug- mynd, hún þyrfti að minnsta kosti að vera vel negld niður áður en hún gæti komið til framkvæmda." Gæfan og framtíðin - Hvaða möguleika hefur V. S. P. á að koma upp slíkri flísalagðri höll? ,,Ég held að þeir séu nú ekki Lífeyrissjóðurinn BJÖRG Húsavík FÉLAGSHEIMILINU v/KETILSBRAUT Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlátnum mökum þeirra og börnum, lífeyri samkvæmt ákvæðum reglugerðar sjóðsins Einnig eru sjóðsfélögum veitt fasteignalán, samkv. sérstökum reglum. Allar nánari upplýsingar í síma 41301 48

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.