Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 23
„Fyrirtækið erallt japanskt nema starfsfólkið" segir Þórir Jensen hjá Bílaborg „Það má í raun segja, að í þessu fyrirtæki sé allt japanskt, nema starfsfólkið“, sagði Þórir Jensen, forstjóri í Bílaborg h. f., í samtali við FV. Bílaborg hefur umboð fyrir fimm stór japönsk stórfyrirtæki, en mestu viðskiptin á fyrirtækið við Mazda bílaframleiðendurnar og fyrir það eru þeir eflaust þekktastir hér á landi. Auk Mazda hefur Bílaborg um- boð fyrir Hino vörubíla, sem settir eru saman á íslandi, Bridgestone hjólbarða, en það umboð fékk Bílaborg fyrir rúmu ári síðan, Yam aha utanborðsmótóra og mótor- hjól og loks hefur fyrirtækið um- boð fyrir Komatshu þungavinnu- vélar. - Viðskipti okkarvið Japani hafa alltaf verið með miklum ágætum, enda eru þetta mjög áreiðanlegir menn, sem maður getur treyst full- komlega. Reyndar byggist jap- anska undrið að mínu mati fyrst og fremst á gífurlegri samviskusemi starfsmanna fyrirtækjanna. Það liggur við, að þetta fólk búi í verk- smiðjunum, sagði Þórir. Þórir Jensen sagði, að það væri einkum eitt atriði, sem gerði við- skipti Japana frábrugðin viðskipt- um annarra þjóða. Yfirleitt væru sjálf fyrirtækin ekki í sölu á vör- unni. Þau ættu viðskipti við ákveð- in „Trading House“, sem sæju um alla sölu. Þessi fyrirtæki skaffa reyndar hráefnið, skipuleggja framleiðsluna að ákveðnu marki og sjá síðan um að selja vöruna. „Hjá þessum „Trading Houses" eru yfirleitt starfandi mjög vel- menntaðir menn, sem jafnframt eru klárir í erlendum tungumálum, en það er mjög einkennandi fyrir Japani, að jafnvel hámenntaðir tæknimenn og hagfræðingar úti í fyrirtækjunum kunna varla staf í erlendum tungumálum. Það er einfaldlega talið nægjanlegt, að það geri mennirnir, sem sjá um viðskiptin", sagði Þórir enn- fremur. „Annars er það með ólíkindum hver uppgangur Japana hefur ver- ið í gegnum tíðina og það virðist alls ekkert lát vera á honum, nema síður sé“, sagði Þórir ennfremur. Þórir sagði aðspurður, að það færi mjög í vöxt, að japönsk fyrir- tæki kölluðu umboðsmenn sína til funda í Japan, en áður tíðkaðist það aðallega, að haldnir voru alls- herjarfundir í Evrópu. „Þessi fyrir- tæki hafa öll höfuðstöðvar i Evr- ópu, þaðan sem dreifing fer fram. Það er í raun nauðsynlegt fyrir svona eftirþjónustuvöru eins og bíla og vélar ýmis konar, að hafa aðgang að fullkomnum lager í Evr- ópu, því það tekur alltaf sinn tíma að fá vöruna alla leið frá Japan", sagði Þórir. í sambandi við vinnusemi og iðni Japana, sagði Þórir, að hjá Mazda verksmiðjunum, þá fram- leiddi hver verkamaður, sem svar- ar til 37.7 bíla á ári, en sambæri- legar tölur fyrir Evrópu og Banda- ríkin eru ekki nema brot af þessu. Mazda framleiddi á síðasta ári um eina milljón bíla og var í níunda sæti yfir stærstu bílaframleiðend- ur heimsins. Þá nefndi Þórir það að síðustu, sem dæmi um hversu sérstakir Japanir eru í samskiptum, að aldur virtist skipta miklu máli. „Frá því, að ég kom fyrsta skipti til Japans árið 1973 og til dagsins í dag, erég alltaf að hitta hærraog hærrasetta yfirmenn Mazda. Ég verð því sennilega kominn upp í topp um fimmtugt, sagði Þórir Jensen að síðustu og hló við. 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.