Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 25
„Japanir eru ábyggilegir og
vinnusamir“
&
,,Ég hef alla tíð haft mjög góða
reynzlu af viðskiptum við Japani.
Þetta eru geysilega ábyggilegir
menn í viðskiptum,“ sagði Bjarni
Stefánsson, framkvæmdastjóri
hjá Hljómtækjadeild Karnabæjar, í
samtali við FV, en Karnabær hefur
um langt árabil átt viðskipti við
Japani á sviði hljómtækja og fleiri
vara.
— Upphafið að þessu var í raun
vörusýning um borð í skipi sem
sigldi á ýmsar hafnir í Evrópu.
Skipið kom til Gautaborgar, þar
sem ég var staddur og mér leist
strax vel á framleiðsluna hjá Pion-
neer, enda höfum við flutt vörurfrá
þeim inn allargötursíðan.
Pioneerfyrirtækið opnaði sína
fyrstu umboðsskrifstofu i Antwer-
pen í Belgíu þetta sama ár, 1963, í
einu herbergi, en þar starfa í dag
liðlega 200 manns. Okkar viðskipti
við Pioneer hafa alltaf farið í gegn-
um þessar höfuðstöðvar í Belgíu
og gengið afskaplega vel.
Svipaða sögu er að segja af
Sharp, en við þá byrjuðum við að
skipta árið 1973, en um það leyti
voru þeirað haslasér völl í Evrópu,
eins og Pioneer hafði gert tíu árum
áður. Þeireru hins vegarmeðsínar
höfuðstöðvar í Hamborg og öll
okkar viðskipti fara þar í gegn,
sagði Bjarni Stefánsson ennfrem-
ur.
Bjarni sagði, að þriðja japanska
fyrirtækið, sem Karnabær ætti við-
skipti við, væri TTK, sem framleiðir
segulbandsspólur, en þaö fyrir-
tæki hefur sínar höfuðstöðvar í
Dusseldorf í Vestur-Þýzkalandi.
- Annars höfum við í raun eng-
Rætt við Bjarna
Stefánsson hjá
Hljómtækjadeild
Karnabæjar um
viðskiptin við Japani
in viðskipti beint við Japan, send-
ingar merktar okkur fara einfald-
lega í gegnum höfuðstöðvar í Evr-
ópu, sem eru að sjálfsögðu í þeirra
eigu alfarið og þar skapast því ekki
neinn aukakostnaður, sagði Bjarni
Stefánsson ennfremur.
Aðspurður um hvernig væri að
eiga viðskipti við Japani hvað
varðar áreiðanleika í sendingum
og þessháttar, sagði Bjarni að það
væri engin þjóð, sem kæmist með
tærnar, þar sem Japanirnir hefðu
hælana. - Þessir menn eru ó-
skaplega vinnusamir. Þar er
reyndar eins og starfsmenn verk-
smiðjanna séu hver um sig með
sjálfstæðan rekstur. Þeir hætta
ekkert klukkan fimm ef eitthvað er
eftir að gera. Þessir menn eru
mjög fljótir að svara öllum fyrir-
spurnum og pöntunum. Þeir
standa t. d. Evrópubúum mun
framar eins og ég sagði, sagði
Bjarni.
Bjarni Stefánsson sagði, að gíf-
urleg aukning hefði verið á við-
skiptum þeirra Karnabæjarmanna
við Japani í gegnum árin. - Það
virðist heldur ekkert lát vera á
þessu, enda höfum við góða vöru
að bjóða. Pioneer hefur t. d. staðið
sig með ólíkindum vel í gegnum
tíðina, enda er þar um helmingur
af okkar veltu. Vegna þessara
gæða getum við því með góðri
samvisku boðið viðskiptavinum
okkar þriggja ára ábyrgð á öllum
Pioneertækjum, bæði í sambandi
við varahluti og vinnu, sagði Bjarni
Stefánsson.
Um Sharp sagði Bjarni, að þau
viðskipti færu stöðugt vaxandi og
fleiri og fleiri vörutegundir fyrir-
tækisins væru nú í boði. Við seljum
í dag sjónvörp, myndsegulbands-
tæki, Ijósprentunarvélar, örbylgju-
ofna og reiknivélar svo eitthvað sé
nefnt. Þá erum við að fara á fulla
ferð með tölvuinnflutning frá
þeim. Fyrirtækið framleiðir hins
vegar mun fleiri vörutegundir, sem
það hefur enn ekki markaðssett í
Evrópu, sagði Bjarni ennfremur.
Að síðustu sagði Bjarni Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Hljóm-
tækjadeildar Karnabæjar, að á síð-
ustu árum væru fleiri og fleiri Belg-
ar að koma inn í ýmis störf hjá
höfuðstöðvum Pioneer í Antwer-
pen og það líkaði honum miður.
Þessir menn eru einfaldlega ekki
eins afkastamiklir og áreiðanlegir
og Japanarnir“.
25