Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 47
Bækur hafa alla tíð skipað veglegan sess í búðinni hjá V. S. P. á ferð á Hvammstanga nýlega og hitti þá Karl Sigurgeirsson og rabbaði við hann litla stund. Hann var fyrst spurður hvernig hann út- skýrði að fyrirtækið hefði staðið svo vel sem raun ber vitni i sam- keppni við sterkt og vel rekið kaupfélag á takmörkuðum mark- aði. ,,Ég vil segja að það er fyrst og fremst vegna þess að héraðsbúar hafa treyst fyrirtækinu og metið það svo, að það væri fært um að skapa þá samkeppni, sem nauð- synleg er. Án þess trausts væri þetta fyrirtæki ekki til. Það er rétt að kaupfélagið er gott og mjög vel rekið fyrirtæki, það held ég að allir viðurkenni. Á því er enginn vafi að persónu- eiginleikar Sigurðar Pálmasonar áttu stærstan þátt í velgengni fyrir- tækisins fyrr á árum og kannski ég telji mér það til tekna líka að hafa verið svo mannlegur að hafa getað hjálpað mönnum, t. d. í sambandi við framkvæmdir í uppbyggingu, bæði hér á staðnum og út um sveitir. Með því móti hafa skapast bæði persónuleg sambönd og við- skiptasambönd.“ - Bygging þessa húss bendir til að rekstuiinn haii gengið vel. Er það ekki rétt ályktun? „Það er nú kannski önnur saga. Þörfin var knýjandi og hana sáu allir. En hvernig maður kemst frá því að reisa svona hús, verður tím- inn bara að leiða í Ijós. Við höfum orðið að taka töluvert fé frá rekstr- inum og við verðum að vona að viðskiptavinir okkar treysti okkur til að skila því aftur. Húsið var mjög ódýrt í byggingu og ég efast ekki um að þar átti stærstan hlut í að það var allt unnið í tímavinnu og við vorum mjög heppnir með mannskap. Annað er það að húsið er mjög einfalt, það er enginn íburður í því.“ Rætur í sveit - Vid skulum ræða svolítið um sjálían þig. Pú ert sveitadrengur- inn, sem náði í prinsessuna og hálít konungsríkið? ,,Já, það er rétt, en þó er ég í hjarta mínu alltaf sveitamaður. Strákarnir mínir eru sveitamenn líka og fara alltaf á sumrin fram í sveit að hjálpa bróður mínum, sem býr á Bjargi, við sauðburðinn og heyskapinn og una sér vel. Ég var í sveitinni þangað til ég var tuttugu og eins árs, en söðlaði þá yfir og fór í viðskiptin, með litla menntun og litla reynslu." - Og hefur gengið sæmilega? „Ja þetta. Maður er búinn að damla í þessu í sextán ár og fyrir- tækið hefur heldur stækkað og ég held að við höfum ekki brotið á neinum. En ég finn það, sérstaklega þegar mest er um að vera og stressið er mest, að ræturnar eru í sveitinni og það getur vel verið að maður söðli um aftur einhvern daginn og fari í sveitina." Steypuþjónustan hf.: Hrærir steypu og framleiðir hellur og Þegar uppbyggingin á Hvamms- tanga hófst, varð ekki hjá því komist að setja steypustöð á laggirnar þar, enda er það í fullu samræmi við þróunina í bygg- ingariðnaði síðasta áratugar. Hvammstangahreppur, Rækt- rór unarsambandið, V. S. P., Kaup- félagið, Meleyri og einstaklingar mynduðu þá hlutafélag og komu upp Steypuþjónustunni h. f. Steypuþjónustan h. f. hrærir steypu fyrir V-Húnavatnssýslu og hefur til þess sjálfvirka steypustöð ásamt tveim steypubílum. Áform- að er nú að bæta einum nýjum steypubíl í flotann. Auk þess að hræra steypu, fram- leiðir Steypuþjónustan h. f. steypurör og hellur og selur um allt Húnaflóasvæðið. Starfsmenn eru minnst þrír, en fjölgar upp í tíu, þegar annir eru mestar. 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.