Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 21
umheimur Viðskiptaland: JAPAN Seljum hvalaafurðir en kaupum bíla og rafeindabúnað Japanir hafa síöustu tvo áratugina sífellt veriö að koma meira og meira inn í myndina á alþjóðavett- vangi, sem frábærirtæknimenn og eru þekktir fyrir framleiðslu á mjög vönduðum vörum og virðist þar ekki skipta máli hvar þeir bera nið- ur. Það eru hins vegar einkum tvö svið, sem þeir eru þekktastir fyrir, þ. e. bíla- og vélaframleiðslu ann- ars vegar og svo rafeindabúnað ýmis konar hins vegar og er þar með talið hljómflutningstæki, sjónvörp og þess háttar hlutir. Japanskir framleiðendur fóru ekki af stað í Evrópu og Bandaríkjunum fyrr enn upp úr 1960, þegar segja má, að japanska undrið hafi byrj- að. Þá má segja, að Japanir hafi ruðzt með miklum þunga inn á markaði í Evrópu og Bandaríkjun- um, þannig að menn trúðu varla sínum eigin augum. Á þeim tíma sögðu sérfræðingar, að þetta væri eflaust loftbóla, sem myndi springa fyrr enn seinna. Sú spá hefur alls ekki rætzt og í dag er ástandið orðið þannig, að bæði Evrópumenn og Bandarikjamenn hafa staðið í samningum við Jap- ani um, að þeir hreinlega takmarki innflutning sinn á þessa markaði. Fyrstu áhrif þessa komu þegar fram á síðasta ári, þegar nokkur samdráttur varð í útflutningi tveggja stærstu bílaframleiðenda Japans til Evrópu og Bandaríkj- anna, þ. e. frá Toyota og Nissan, sem framleiðir Datsun bíla. Allir viðmælendur FV hafa verið á einu máli um, að eiga viðskipti við Jap- ani sé mjög gott. Þeir séu mjög áreiðanlegir og svari fyrirspurnum og pöntunum yfirleitt mjög fljótt og vel. Margir segja, að Japanir séu eflaust vinnusömustu menn í heimi, þótt erfitt sé að fullyrða slíkt. Viðskiptin ganga í bylgjum Hvað varðar viðskipti okkar íslend- ingar við Japani, þá hafa þau gengið nokkuð í bylgjum síðustu tíu árin, en þó hefur innflutningur 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.