Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 26
„Semjum einu sinni á ári“ „Okkar viðskipti við Japani hafa alla tíð gengið mjög vel, en við höfum átt við þá viðskipti síðustu 11 - 12 árin“, sagði Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals h. f., í samtali við FV. Hvalur h. f. flutti á síðasta árið út liðlega 50% alls útflutnings íslendinga til Japan. ,,í byrjun jókst þetta nokkuð jafnt og þétt, en hin síðustu ár hefur þetta verið hæg aukning, því við veiðum ár hvert mjög svipaðan fjölda hvala. Það hefur aðeins ver- ið spurningin um að nýta meira og meira af dýrum, sagði Kristján. Hann sagði ennfremur að- spurður, að langstærstur hluti segir Kristján Loftsson um sölu hvalaafurða til Japan hvalaafurða fyrirtækisins væri flutt til Japan. ,,Það er í raun ekki hægt að nýta nema smærri hvalina til framleiðslu hér heima. Það þýðir ekki að selja íslendingum hið grófa kjöt af stórhvelunum, sagði Kristján. Reiknarðu með aukningu á þessu ári? ,,Það er mjög erfitt að segja til um það. Eins og ég sagði er það ekki nema ákveðinn fjöldi hvala, sem við getum veitt árlega og því getur skipt sköpum, að skipin lendi t. d. ekki í brælu á leið heim með hvalina. Þá skemmist alltaf einhver hluti þeirra. Hins vegar ef við erum heppnir með veður og komið er að landi með hvalina óskemmda, þá náum við hámarks nýtni út úr þessu, sagði Kristján. Aðspurður sagði Kristján, að Hvalur h. f. semdi yfirleitt einu sinni á ári við Japani um heildar- söluna og frá því væru yfirleitt ekki nein frávik. J 26

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.