Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 9
Dollarinn í kr. 13 í árslok? ,,Við teljum þessa spá Verzlunarráðsins mjög á- reiðanlega fyrir allavega tvo til þrjá fyrstu ársfjórðunga", sagði Guðmundur Arnalds- son, hagfræðingur Verzlun- arráðs Islands um spá þess um verðlagsþróun á árinu 1982. „Það er okkar skoðun að í árslok verði uppsveifla. Þetta er næstum óhjá- kvæmilegt, þegar tillit er tekið til hins pólitíska ástands I sambandi við kosningar í vor og samn- inga á vinnumarkaði, sem dragast eflaust til haustsins «ða fram á næsta vetur." Samkvæmt athugunum Verzlunarráðsins verður verðbólgan á árinu 1982 51% og launahækkanir 41%. Hækkun dollarans verður um 62% miðað við gengisskráninguna I árslok 1981, en 41% þegarreiknað er frá skráðu gengi hans eftir gengisfellinguna 14. janúar sl. Því er spáð að dollarinn verði kominn í 13 kr. 1. desember nk. Gert er ráð fyrir 8% launahækkun- um 1. marz og 1. júní, 8,5% 1. september og 11,5% 1. desember. Ekki er reiknað með grunnkaupshækkun- um á árinu. Þá er reiknað með að versnandi við- skiptakjara gæti við út- reikning verðbóta á laun 1. marz samkvæmt Ólafs- lögum. Ennfremur er gert ráð fyrir að niðurgreiðslur verði auknar um 6% á fyrri helmingi ársins samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Verzlunarráðið birti spá um verðlagsþróun fyrir árið 1981 og spáði þá 52% hækkun framfærsluvísitölu. Með tilliti til aðhalds í ríkis- rekstri, innlendum og er- lendum lántökum ríkisfyrir- tækja til að halda sér á floti og verðstöðvun, þykir þessi spá hafa verið raunsæ. Þeg- ar aðrar vísitölur eru skoð- aðar hækkaði verðlag t. d. með viðmiðun við láns- kjaravísitölu um 47,5%. Spá um gengi dollarans var mjög nærri lagi. Verzlunar- ráðið gerði ráð fyrir að dollarinn yrði í kr. 8,60 í árslok. Hann var skráður kr. 8,185 en hækkaði svo 19,439 hinn 14. janúar.’ Jónas Þór frá FÍS Félag ísl. stórkaupmanna mun flytja í Hús verzlunar- innar seinna á þessu ári en um svipað leyti verður sú breyting hjá félaginu að Jónas Þór Steinarsson læt- ur af störfum sem fram- kvæmdastjóri. Þeirri stöðu hefur hann gegnt síðan í september 1977. Ekki er vitað hvað Jónas hyggst fyr- ir né heldur hver koma muni í hans stað hjá stórkaup- mannafélaginu. Útibússtjóri Verzlunarbanka í Mosfellssveit „Viðskiptin við útibúið virð- ast ætla að verða blómleg", sagði Geir Þórðarson, ný- skipaður útibússtjóri við útibú Verzlunarbanka ís- lands í Mosfellssveit en það var opnað hinn 11. desem- ber sl. Útibúið er til húsa að Kljásteini við Þverholt, í sama húsi og verzlunin Kjörval. „Viðskiptavinir útibúsins eru einkanlega ungt fólk, sem býr hér og vinnur hér í sveitinni" hélt Geir áfram. Verzlunarbankinn hefur m. a. boðið viðskiptamönnum sínum svokölluð safnlán og launalán, sem mikið hefur verið spurt eftir. Þá veitir útibúið ráðgjafaþjónustu varðandi fjármál einstakl- inga. Útibú Verzlunarbankans [ Mosfellssveit er í beinu tölvusambandi við aðal- bankann, þannig að allar upplýsingar, sem senda þarf á milli er hægt að kalla fram á skjánum og ekki þarf að sendaskjölámilli. Geir Þórðarson er 28 ára gamall. Hann starfaði áður í níu ár í aðalbankanum, síð- ast sem fulltrúi í ráðgjafa- og uþplýsingadeild. 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.