Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.02.1985, Blaðsíða 83
Nýlega birtist á baksiöu Morgunblaðsins frétt sem lét í raun lít- ið yfir sér en sagði samt mikla og í raun alvarlega sögu. í um- ræddri frétt sem byggð var á könnun Vinnuveitendasambands íslands kom fram að þriðji hver starfandi íslendingur væri nú starfsmaöur hins opinbera eða bankastarfsmaöur. Hefur mannafli í störfum við opinbera stjórnsýslu og þjónustu aukist um hvorki meira né minna en 232% á tuttugu ára tímabil, þ.e. frá 1963 til 1983 og á sama tíma hefur mannafli í bönkum aukist um rösklega 217%. Þýða þessar tölur aö árið 1963 starfaði um 13% af mannaflanum á vinnumarkaðnum við opin- bera stjórnsýslu og bankastörf en á árinu 1983 var hlutfallið orðió yfir 25%. Þessar tölur segja í raun mun meira en ætla má við fyrstu sýn og þá ekki síst ákveðna sögu um þróun islenskra stjórn- mála á umræddu árabili. Allar þær ríkisstjórnir sem hafa setiö við völd á þessum tveimur áratugum hafa haft það sem yfir- lýsta stefnu að draga úr ríkisumsvifum og fjölga ekki störfum hjá hinu opinbera. Tölurnar segja hvernig til hefur tekist og þær segja einnig sögu um ástæöu þess að þjóðarframleiðsla íslendinga á timabilinu hefur ekki vaxið meira en raun ber vitni. Töiurnar segja einnig að mál hafa skipast á þann veg að það er æ smærri hluti landsmanna sem vinnur aö framleiðsl- unni og þarf aö standa undir þörfum þjóðarbúsins. íslendingar róa ekki einir á báti hvað slíka þróun varðar. í öllum tæknivæddum þjóðfélögum hefur stefnt í þá átt að æ færri vinna að framleiðslunni og fleiri í þjónustustörfum. En einhvers staöar hljóta takmörkin að vera. 240 þúsund manna þjóðfélag þolir ekki nema takmarkaða yfirbyggingu og þegar svo er komið eins og hjá okkur hlýtur þyngdarpunkturinn annað hvort aö vera kominn á rangan stað eða þá alveg við það. Þegar svo er komið er því hætta á aö skútan sé óstöðug og þaö höfum við íslendingar reyndar rækilega fundið á und- anförnum árum. Það alvarlegasta við þetta er það að mjög erfitt er að snúa þróuninni við. Til þess þarf sterkan pólitískan vilja og hvað sem veldur virðist hann ekki vera fyrir hendi á íslandi. Það má alveg búast við að þróunin verði svipuð eftir- leiðis sem á síðustu tveimur áratugum — að gefnar verði yfir- lýsingar um að stigið verði á hemilinn en þess í stað verði bensínið gefiö í botn. Eins og málum íslendinga er nú háttað er fátt mikilvægara en að auka framleiðsluna, auka fjölbreytni atvinnuveganna og reyna á því sviði að skapa störf og fram- tíðarverkefni. En um slíka nýsköpun þýðir hins vegar ekki að hugsa nema að viðhorfum verði í leiðinni breytt og þess gætt að auka ekki enn yfirbygginguna og mynda stofnun á stofnun ofan. Því hljóta aö vera takmörk sett hve stór þjónustuþáttur hins opinbera getur orðið. Það má aldrei gleyma því á hvaða undirstöðu yfirbyggingin er reist og veikist undirstaðan er hætta á hruni. )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.