Frjáls verslun - 01.02.1985, Blaðsíða 56
FERÐAMÁL
Búist við auknum ferðamanna-
straumi til og frá landinu
Texti: Ólafur Jóhannsson.
BÚIST er viö fjölgun feröa-
manna hingað til lands á þessu
ári og einnig gera innlendar
feröaskrifstofur ráö fyrir því aö
ferðum íslendinga til útlanda
fjölgi í ár. Þetta kom fram í sam-
tölum Frjálsrar verzlunar viö
nokkra aöila sem aö ferðamál-
um vinna, þegar þeir voru spurö-
ir um útlitiö í feröamannaiðnaö-
inum á þessu ári. Hjá þeim kom
fram að pantanir útlendinga á
feröum hingað til lands í sumar
hafa aukist frá þvi í fyrra og
ennfremur hefur mikiö veriö
pantaö í hinar ýmsu ferðir inn-
lendra feröaskrifstofa og segja
margir ferðaskrifstofumenn aö
markaðurinn hafi tekiö vel við
sér.
8% aukning í ferðum til
útlanda í fyrra
Þegar áætlanir um þessa „ver-
tið“ sem nú er aö hefjast í ferða-
mannaiönaðinum voru geröar hjá
ferðaskrifstofunum, geröu menn
ráö fyrir mismikilli fjölgun á ferð-
um Islendinga til útlanda í sumar.
Ýmsir voru efins um aö aukningin
frá síöasta ári myndi halda áfram,
en þá var um 8% aukning í ferö-
um Islendinga til útlanda. Héldu
því sumar feröaskrifstofur nokk-
uö aö sér höndum viö pantanir i
flugi og á gististöðum og geröu
ráöf yrir nokkru minni aukningu
feröamanna út en á síðasta ári.
Hins vegar voru aörir sem gerðu
mun djarfari áætlanir og ýmislegt
bendir til aö þær geti gengið upp,
a.m.k. ef miöaö er viö hinn stutta
tima sem liðinn er frá því feröa-
skrifstofurnar kynntu feröamögu-
leika sína. Eru feröaskrifstofu-
menn almennt sammála um þaö
aö mikil eftirspurn sé eftir utan-
landsferöum í ár og segja menn
aö mikið sé þegar bókaö i margar
feröir.
ísland hefur meövind í
feröamannaiðnaöinum
„Mér heyrist aö þaö sé mikiö
pantaö hjá ferðaskrifstofunum og
meira en á siðasta ári,“ sagöi
Birgir Þorgilsson, feröamálastjóri
i samtali viö Frjálsa verzlun, þeg-
ar hann var spuröur um útlitiö i
sumar. „Þaö er raunar sömu sögu
aö segja um ferðalög útlendinga
til islands i sumar, þaö er meira
um pantanir en var á sama tíma i
fyrra.“
Birgir gat þess hins vegar að
ekki væri fyllilega aö marka pant-
anir fyrr en lengra kæmi fram á
vorið. Þá færu menn að „grisja".
Skipuleggjendurnir erlendis
panta ferðir fyrir mismunandi
stóra hópa, án þess aö vera búnir
aö selja i þessar feröir. „Þaö
kemur að þvi i maimánuði aö-
menn fara aö athuga hvaö sé
búiö aö selja mikiö i þau pláss
sem pöntuö hafa verið og þá
hefst grisjunin. Hún er þó senni-
lega svipuð frá ári til árs. Hitt er
svo annað mál, aö ferðir til Islnds
viröast njóta vinsælda, Island
hefur meövind i ferðamannaiön-
aðinum. í fyrra var 10% aukning
frá árinu áöur, en þaö ár var 7%
aukning á ferðum útlendinga til
landsins. Þannig aö segja má aö
þaö haf i verið nokkuö hraöur stig-
andi i þessu frá ári til árs hjá okk-
ur,“ sagöi Birgir.
Búast má við verulegri
fjölgun hingaö í ár
Birgir gat þess jafnframt aö
talsverð aukning heföi oröið á
hingaðkomum erlendra feröa-
manna fyrstu tvo mánuöi ársins
og i janúarmánuði heföi aukning-
in oröið 21%, en þess bæri þó aö
geta aö þær væru ekki fyllilega
marktækar, þar sem um lágartöl-
ur væri aö ræöa i komum feröa-
manna á þessum árstima.
56