Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.02.1985, Blaðsíða 75
HAGKRÓNIKA Tillögur Seðlabankans um kaupþing eru á lokastigi Meðal þeirra efnahagsráð- stafana, sem Forsætisráóherra boðaöi í byrjun febrúar s.l., var stofnun kaupþings. Seðlabank- anum var falin framkvæmd málsins, og skyldi málið vera komiö í höfn innan tveggja mán- aða. Unnið hefur verið að kappi að þessu máli í Seðlabankanum, og er að vænta mjög fljótlega tillagna frá bankanum um fyrir- komulag á væntanlegu kaup- þingi. í reglugerð um Seðla- bankann er reyndar heimild til stofnunar slíks kaupþings, en málið ekki komist á neinn rek- spöl hingað til. Skipuö hefur verið 5 manna nefnd til að setja starfsreglur og lagalegan ramma um starfsemi kaup- þingsins, en slíkan lagagrund- völl skortir algerlega hér á landi, en þykir sjálfsagður erlendis. Hlutverk kaupþingsins Ekki mun vera fyrirhugað að hafa starfsemi kaupþingsins stóra í sniðum, til aö byrja meö. Leitað hefur verið upplýsinga erlendis frá um starfræksiu kaupþinga og mun fyrirmyndin verða sótt erlendis að, með eðli- legum breytingum, að teknu til- liti til allra séraðstæðna hér á landi. Meginstarfsemi væntanlegs kaupþings mun í höfuðdráttur verða fjórþætt: 1. Verðbréfaskráning, en þá er seinasta markaðsverð viður- kenndra bréfa skráð á hverj- umtíma. 2. Viðurkenning á verðbréfum, sem fer þannig fram, að Fjdrþætt starfsemi: - verðbréfa- skráning - viðurkenn- ing bréfa — miðlun verðbréfa — eftirlit með starfsemi verð- bréfasala ákvörðun er tekin hvort bréf eru markaðstæk eöa ekki. 3. Miölun verðbréfa milli kaup- enda og seljenda. 4. Eftirlit með starfsemi verðbréfasala, söfnun töl- fræðilegra upplýsinga og hagskýrslugerð um verö- bréfamarkaðinn, miðlun upplýsinga til þeirra, sem viðskipti stunda á verðbréfa- markaöinum, eða hafa áhuga á að taka þátt í kaup- um eða sölu veröbréfa. Markmið starfseminnar í starfsemi kaupþings felist margvislegur ávinningur. Fyrst skai getiö, að brýn nauösyn er á, að starfsemi verðbréfasala veröi settar lagareglur og skap- aður verði lagalegur rammi utan um verðbréfamarkaöinn, enda eru alls staðar erlendis víótæk- ar lagareglur um verðbréfavið- skipti. Kaupþingið mun jafn- framt sjá um eftirlit með verðbréfaviðskiptum og skapa með því nauösynlega festu og öryggi, sem er forsenda þess, að frjáls fjármagnsmarkaður fái að blómstra. í daglegri skráningu á virði verðbréfa fellst mikið hagræði og öryggi fyrir einstaklinga, fyr- irtæki og stofnanir, sem þá geta á hverjum tíma verðlagt veró- bréf ... í samræmi við mat á markaðinum sjálfum. Með stofnun kaupþings verð- ur líka leitast við aö tryggja hag allra aðila á veröbréfamarkaön- um, þannig m.a. aö aðeins gangi kaupum og sölum örugg bréf jafnframt því að starfsemi veröbréfasala fari rétt fram, og að enginn sé látinn sæta afar- kostum, eða beittur blekking- um. Hér er því gott má á ferð, enda var það orðið löngu tímabært að ráðast í stofnun kaupþings, þar sem kaup og sala verðbréfa fer fram á skipulegan og markviss- an hátt. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.