Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.02.1985, Blaðsíða 28
AFENGISSALA Mest selt af íslensku brennivíni, en Smirnoff vodka er í öðru sætinu — kláravín í 3. sæti í stað Campari sem féll verulega í sölu í þessu tölublaði Frjálsrar verzlunar birtist listi yfir selt áfengi hjá Áfengis og tóbaks- verslun ríkisins á síðasta ári og er þetta í annað sinn sem blaðið greinir frá sölunni með þessum hætti, en birting þessara upp- lýsinga var hafin í fyrra. Hér er greint frá því hversu mikiö magn var selt af hverri einstakri teg- und á siðasta ári og til hliðsjón- ar eru birtar tölur um söluna á árinu 1983. Þegar listinn er skoðaður sést að i fyrsta dálki listans kemur fram tegundarheiti, i næsta dálki stærð flaskanna mæld i litrum, i þriðja dálki kemur fram selt magn og i siöasta dálkinum sést hvað seldist af sömu tegund áriö áður. Þannig geta lesendur blaðsins séð hvaöa breytingar hafa orðið á milli ára. Ef skoðaðar eru helstu breyt- ingarnar, þá kemur i Ijós að þó is- lenska Brennivinið haldi enn fyrsta sætinu á markaðinum, þá dregur verulega úr sölu þess á milli ára. I fyrra seldust af þvi 361.544 heilar flöskur á móti 394.608 heilum flöskum árið áður, en svipað magn seldist af Brennivini i hálfum flöskum hvort ár. Tegundin sem var i ööru sæti árið 1983, Smirnoff vodka bætti hins vegar litillega við sig, eða sem nemur um 4.000 heilum flöskum, selst nú i 221.687 heil- um flöskum. Kláravin skýst nú upp i þriðja sætið með 191.946 flöskur sem er mjög mikil aukning frá árinu áður, en þá seldust tæplega 104.000 flöskur af þessum miði. I fjórða sæti á list- anum er siðan Anhauser Lieb- fraumilch, en i fyrra seldust 175.106 flöskur af þvi ágæta hvitvíni og er þar um mjög veru- lega aukningu að ræöa frá árinu áður, en þá seldist 106.831 flaskaaf þessu víni. Það sem vekur kannski mesta athygli á listanum er „hrun" drykksins Bitter Campari, sem hafnaði i þriðja sæti á listanum i fyrra. Campari seldist þá í 142.543 flöskum, en salan dróst saman um nær helming á milli áranna 1983 og 1984, þvi i fyrra seldist Campari i 74.689 flösk- um. Það er auðvitað aðallega um að kenna gifurlegri hækkun á áfengi á milli áranna ásamt breytingum á álagningarreglum, sem bitnuðu mjög á Campari. Ef litið er til heildarsölu áfengra drykkja hjá Áfengis- og tóbaks- verslun rikisins á siðasta ári, kemur i Ijós að hún var 3.220.069 litrar, sem er nokkur aukning frá fyrra ári, en þá var heildarsalan 3.035.806 litrar. Aukningin á milli ára er þvi liðlega 6%. Samkvæmt þessum tölum var meðalneysla á hvern landsmann 3,30 litrar af hreinum vinanda á móti 3,242 litrum af hreinum vinanda áriö áður. Hvað einstaka flokka vins og áfengis áhrærir þá seldust sam- tals 1.332.738 lítrar af sterkum drykkjum á siðasta ári á móti 1.223.789 litrum árið áður og er þau um aukningu að ræða sem nemur tæplega 9%. Af heitum vinum nam salan á árinu 519.606 litrum á móti 650.959 lítrum árið áöur. Er þarna um samdrátt að ræða sem nemur liðlega 20%. Hvað varðar borðvín, þá seldust 1.367.725 litrar af þeim i fyrra á móti 1.161.058 litrum og er það aukning upp á um 17.8%. Þess má geta aö aukningin í neyslu hreins vinanda á milli áranna 1983 og 1984 nam um 1,8%, en samsvarandi aukning á milli áranna 1983 og 1982 var um 3,4%. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.