Frjáls verslun - 01.02.1985, Blaðsíða 47
„Efnahagsástandið hefur verið gott undanf arin 2—3 ár".
SAMTÍÐARMAÐUR
”Staða Volvo er betri en
nokkru sinni fyrr”
— Rætt við Pehr. G. Gyllenhammar stjórnarformann og
aðalforstjóra Volvo
Texti: Sighvatur Blöndahi, Myndir: Kristján Einarsson.
„ALMENNT talaö er fjárhags-
leg staða Volvo betri en hún hef-
ur nokkru sinni verið í sögu fyrir-
tækisins og meiri hagnaöur
varð af rekstri á síðasta ári, en
áður hefur verið. Markaðsstaða
okkar hefur ekki verið betri
áður, framleiðni er meiri en
nokkru sinni fyrr og fyrirtækið
er með jákvæða vexti í fyrsta
sinn í mjög langan tíma,“ sagöi
Pehr G Gyllenhammar aöalfor-
stjóri og stjórnarformaður
Volvo-samsteypunnar í samtali
við Frjálsa verzlun á dögunum í
Gautaborg, en Gyllenhammar er
samtíöarmaöur blaösins að
þessu sinni.
„Þessi sterka staða okkar
hefur meöal annars skapast af
því, að undanfarin misseri höf-
um við búið við gott efnahags-
ástand hér í Svíþjóö og á helstu
mörkuöum okkar, ef tekið er
mið af ástandinu á árunum
1970—1980, þegar hart var á
dalnum í þeim efnum. Reyndar
voru árin 1983 og 1984 þau
bestu í sögu fyrirtækisins. Mikl-
um þunga hefur í raun verið létt
af fyrirtækjum samsteypunnar
og okkur hefur tekist að snúa
blaðinu algerlega við frá árun-
um 1974—1982 sem voru erfið í
skauti. Hvað árið 1985 árhærir
tel ég að efnahagsástandið
verði svipað og það hefur verið
undanfarin tvö ár, þó eru teikn á
lofti um að hagur Vestur-
Evrópuríkja eigi enn eftir að
47