Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 75
HAGKRÓNIKA
Tillögur Seðlabankans um
kaupþing eru á lokastigi
Meðal þeirra efnahagsráð-
stafana, sem Forsætisráóherra
boðaöi í byrjun febrúar s.l., var
stofnun kaupþings. Seðlabank-
anum var falin framkvæmd
málsins, og skyldi málið vera
komiö í höfn innan tveggja mán-
aða.
Unnið hefur verið að kappi að
þessu máli í Seðlabankanum,
og er að vænta mjög fljótlega
tillagna frá bankanum um fyrir-
komulag á væntanlegu kaup-
þingi. í reglugerð um Seðla-
bankann er reyndar heimild til
stofnunar slíks kaupþings, en
málið ekki komist á neinn rek-
spöl hingað til. Skipuö hefur
verið 5 manna nefnd til að setja
starfsreglur og lagalegan
ramma um starfsemi kaup-
þingsins, en slíkan lagagrund-
völl skortir algerlega hér á landi,
en þykir sjálfsagður erlendis.
Hlutverk kaupþingsins
Ekki mun vera fyrirhugað að
hafa starfsemi kaupþingsins
stóra í sniðum, til aö byrja meö.
Leitað hefur verið upplýsinga
erlendis frá um starfræksiu
kaupþinga og mun fyrirmyndin
verða sótt erlendis að, með eðli-
legum breytingum, að teknu til-
liti til allra séraðstæðna hér á
landi.
Meginstarfsemi væntanlegs
kaupþings mun í höfuðdráttur
verða fjórþætt:
1. Verðbréfaskráning, en þá er
seinasta markaðsverð viður-
kenndra bréfa skráð á hverj-
umtíma.
2. Viðurkenning á verðbréfum,
sem fer þannig fram, að
Fjdrþætt
starfsemi:
- verðbréfa-
skráning
- viðurkenn-
ing bréfa
— miðlun
verðbréfa
— eftirlit með
starfsemi
verð-
bréfasala
ákvörðun er tekin hvort bréf
eru markaðstæk eöa ekki.
3. Miölun verðbréfa milli kaup-
enda og seljenda.
4. Eftirlit með starfsemi
verðbréfasala, söfnun töl-
fræðilegra upplýsinga og
hagskýrslugerð um verö-
bréfamarkaðinn, miðlun
upplýsinga til þeirra, sem
viðskipti stunda á verðbréfa-
markaöinum, eða hafa
áhuga á að taka þátt í kaup-
um eða sölu veröbréfa.
Markmið starfseminnar
í starfsemi kaupþings felist
margvislegur ávinningur. Fyrst
skai getiö, að brýn nauösyn er á,
að starfsemi verðbréfasala
veröi settar lagareglur og skap-
aður verði lagalegur rammi utan
um verðbréfamarkaöinn, enda
eru alls staðar erlendis víótæk-
ar lagareglur um verðbréfavið-
skipti. Kaupþingið mun jafn-
framt sjá um eftirlit með
verðbréfaviðskiptum og skapa
með því nauösynlega festu og
öryggi, sem er forsenda þess,
að frjáls fjármagnsmarkaður fái
að blómstra.
í daglegri skráningu á virði
verðbréfa fellst mikið hagræði
og öryggi fyrir einstaklinga, fyr-
irtæki og stofnanir, sem þá geta
á hverjum tíma verðlagt veró-
bréf ... í samræmi við mat á
markaðinum sjálfum.
Með stofnun kaupþings verð-
ur líka leitast við aö tryggja hag
allra aðila á veröbréfamarkaön-
um, þannig m.a. aö aðeins gangi
kaupum og sölum örugg bréf
jafnframt því að starfsemi
veröbréfasala fari rétt fram, og
að enginn sé látinn sæta afar-
kostum, eða beittur blekking-
um.
Hér er því gott má á ferð, enda
var það orðið löngu tímabært að
ráðast í stofnun kaupþings, þar
sem kaup og sala verðbréfa fer
fram á skipulegan og markviss-
an hátt.
75