Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Page 25

Frjáls verslun - 01.01.1991, Page 25
 Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, getur glaðst á nýbyrjuðu ári yfir jákvæðunt viðhorfum íslendinga til félagsins. Afkoma hefur batnað, yfirbragð félagsins er annað og betra, eftirspurn eftir hlutabréfum í félaginu er langt umfram framboð og innlendi keppinauturinn, Arnarflug, er endanlega horfinn af vettvangi. öðru sæti hjá þeim sem hafa neikvætt viðhorf til fyrirtækja? „Ég held að skýringarinnar sé að leita í því að Flugleiðir eru þjónustu- fyrirtæki sem á í viðskiptum við nán- ast alla landsmenn. Fáir eru hlutlausir gagnvart Flugleiðum. En það er jafn- framt áberandi hve yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem spurðir eru, hefur jákvæða afstöðu til félagsins. 75% aðspurðra eru jákvæðir í garð Flugleiða, 12% neikvæðir, 12% hlut- lausir og innan við 1% vill ekki svara. Þetta þýðir að af þeim, sem taka af- stöðu, eru 87% hlynntir félaginu. Þetta hlutfall hefur breyst félaginu í hag á síðustu árum og endurspeglar þær breytingar sem orðið hafa á hög- um þess. í samanburði við svipuð fyrirtæki í öðrum löndum tel ég að við megum mjög vel við una. Þetta þýðir samt ekki að við ætlum að láta hér við sitja. Við höfum í vaxandi mæli leitað til „... viðskiptavinir okkar hafa veitt athygli og kunnað að meta þá breytingu sem orðin er á fyrirtækinu og högum þess.“ viðskiptavina okkar eftir leiðbeining- um um það sem betur má fara í þjón- ustunni. Þjónustufyrirtæki verða að vera sveigjanleg og laga sig hratt að breyttumþörfummarkaðarins. Þann- ig náum við árangri." Gerum tilboð i árshátíðir fyrir fyrirtæki og starfsmannahópa. VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR HAFNARGATA 57, 230 KEFLAVlK SÍMI 92-15222, FAX 92-15223 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.