Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Page 33

Frjáls verslun - 01.01.1991, Page 33
málmframleiðslu. Þó svo Stadtoil, Norsk Hydro og einhver fleiri fyrir- tæki séu stærri en Elkem, er fyrir- tækið að mörgu leyti grundvallarfyr- irtæki í norsku atvinnulífi vegna þess hve verksmiðjur þess eru dreifðar víða um Noreg. A mörgum stöðum eru verksmiðjur okkar grundvöllur allrar atvinnustarfsemi í heilum byggðalögum, sem væru nánast í auðn ef Elkem nyti ekki við. Árið 1989 námu rekstrartekjur Elkem um 100 milljörðum íslenskra króna. Þar af er járnblendi og tengd starfsemi með um 60%, álframleiðsla var með 19% rekstrarteknanna, kísil- málmframleiðsla með tæp 14% og aðrir rekstrarþættir 7%. Afkoman ár- ið 1989 var mjög góð. Hagnaður fyrir skatta var um 12% af rekstrartekjun- um. Afkoman var einnig góð árið 1988 en tap var á fyrirtækinu tvö ár þar á undan. Á árinu 1990 fór afkoma fyrir- tækisins svo aftur niður. Þetta er dæmigert fyrir þær sveiflur sem eru í þessum rekstri. Fyrirtækið sveiflast starfsaðila Elkem. frá gífurlegum hagnaði yfir í tap. Við þessum sveiflum er lítið að gera því heimsmarkaðurinn er hinn harði hús- bóndi okkar. Það má geta þess til marks um þær miklu sveiflur sem einkenna afkomu og rekstur fyrirtækisins að verð á hlutabréfum í Elkem tekur miklum breytingum í kauphöllinni í Osló. Þannig var verðið lægst um 40 krónur norskar á hlutabréf í árslok 1987 en fór á árinu 1989 upp í 400 norskar krónur á hlutabréf en hefur svo aftur verið á hraðri niðurleið og var komið niður fyrir 120 krónur í árslok 1990. Hvenær uppsveiflan í rekstri Elk- em kemur, ræðst mikið af almennri efnahagsþróun í heiminum og t.d. því hvernig stál- og bilaiðnaðurinn dafn- ar, því við seljum gífurlega mikið til bilaiðnaðarins á Vesturlöndum. Við eigum frekar von á því að álverð hækki hratt aftur, jafnvel á árinu 1991. Meiri óvissa er um jámblendið því um offramleiðslu hefur verið að ræða. Það er búið að draga úr framleiðslu jámblendis í heiminum og við trúum því að botninum sé náð. Hraði batans ræðst svo að mestu leyti af efnahags- ástandinu í heiminum.“ ÖÐRUM

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.