Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Side 42

Frjáls verslun - 01.01.1991, Side 42
LANDSBYGGÐIN RIKISVALDIÐ ASOKA ÞVÍ HVERNIG KOMIÐ ER FYRIR LANDSBYGGÐINNI SEGIR GYLFIARNBJÖRNSSON SVÆÐAHAGFRÆÐINGUR Á síðasta ári kom út bók, sem fremur lítið hefur farið fyrir á bóka- markaðnum. Þó er ekki að efa að hér er á ferðinni þarft innlegg í þá um- ræðu, sem brennur hvað heitast á mönnum um þessar mundir, en það eru málefni landsbyggðarinnar. Þessi bók, sem ber titilinn; „IÐNAÐUR OG BÚSETA - staðarval iðnaðar á íslandi og svæðisbundin þróun“, er eftir Gylfa Arnbjömsson svæðahag- fræðing. TEXTI: JÓN GAUTIJÓNSSON 42 Niðurstaða Gylfa er í stuttu máli sú að það hefur ekki einungis átt sér stað stórfelldur flutningur fólks frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins síðustu áratugi heldur hefur einnig átt sér stað mikil breyting á atvinnuskipt- ingunni. Þannig hafa störf á lands- byggðinni orðið sífellt einhæfari þar sem krafist er minni þekkingar. Þau störf, sem stofnað hefur verið til á höfuðborgarsvæðinu, hafa á sama tíma krafist sífellt meiri hæfni og menntunar og þar með hærri launa. Höfundur bókarinnar er eins og áður sagði Gylfi Arnbjömsson. Hann er menntaður í svæðahagfræði í Dan- mörku en vinnur nú hjá Kjararann- sóknanefnd. Til að forvitnast ögn um þessar niðurstöður var Gylfi sóttur heim og þá fyrst spurður um aðdrag- andann að þessu riti. HIN HEFÐBUNDNA SKOÐUN STÓDST EKKI „Aðdragandann að þessari athugun má rekja til lokaritgerðar minnar til kandídatsprófs í Danmörku, en hún fjallaði um svæðisbundna þróun fisk- iðnaðar hér á landi frá árinu 1963. Til samanburðar notaði ég annan iðnað. Bjóst ég við að niðurstaðan yrði í megindráttum sú að á sama tíma og störf í hefðbundnum iðnaði hefðu flust til höfuðborgarsvæðins hefði störfum í fiskiðnaði fjölgað á landsbyggðinni. Sú skoðun var og er raunar enn ríkj- andi að hefðbundinn iðnaður geti ekki þrifist úti á landi. í þessari athugun kom hins vegar allt annað í ljós. Tölur um fjölda starfa í einstökum iðngreinum sýndu að það var ekki einungis fiskiðnaður sem hafði vaxið á landsbyggðinni síðustu áratugi. Störfum í öðrum iðnaði hafði

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.