Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 44
LANDSBYGGÐIN „Flutningskostnaður frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins er mun lægri en hina leiðina.“ ingu. Hér á landi hefur fiskiðnaður síðan verið skilgreindur sem tíunda iðngreinin vegna mikilvægis hans. Helstu einkenni íslenskra iðnfyrir- tækja eru m.a. hve lítil þau eru miðað við það sem þekkist erlendis. Þá hef- ur íslenskur iðnaður mjög sterk þjón- ustueinkenni. Verkefni þeirra snúast fremur um það að gera við hluti held- ur en að framleiða þá. Ennfremur er það einkennandi hve lítið er framleitt af hálfunnum vörum fyrir önnur ís- lensk iðnfyrirtæki. Viðskiptaleg tengsl milli iðnfyrirtækja eru því mjög lítil hér á landi. Þetta er ólíkt því sem gerist erlendis þar sem starfsemi iðn- fyrirtækja byggist oft á mikilli sérhæf- ingu og samvinnu á milli fyrirtækj- anna. Það má því segja að þrátt fyrir að íslenskur iðnaður sé tiltölulega ein- hæfur sé mjög lítil sérhæfing í ís- lenskum iðnfyrirtækjum. “ BEIN NOTKUN KENNINGA í HAGFRÆÐI VARHUGAVERD „Samkvæmt kenningum svæða- hagfræðinnar er því haldið fram að fyrirtæki hafi það eitt markmið að há- marka hagnaðinn. Menn eru þó yfir- leitt sammála um að fleiri markmið geti komið til, eins og t.d. byggða- sjónarmið. Hámarks hagnaður næst einungis með því að framleiða vöruna með sem minnstum tilkostnaði. En hver er tilkostnaðurinn? Hagfræðin segir m.a. að iðnaður hafi tilhneigingu til að hópa sig saman á einstökum svæðum, miðjusvæð- um. Með því takist þeim að spara flutningskostnað milli fyrirtækja og við það sparist fjármagn. Þetta hafa íslenskir hagfræðingar gripið á lofti og sagt að það sama gildi hér og þess vegna hafi iðnaður þjappast á höfuð- borgarsvæðið. Þetta er hins vegar rangt. Staðreyndin er að hér eru tengsl svo lítil á milli iðnfyrirtækja, eins og að framan sagði, að þau hafa enga þörf fyrir að vera á sama stað. Þá flytur íslenskur iðnaður megin hlutann af hráefni sínu til landsins, ef undan er skilinn fiskiðnaður. Sá kostnaður, semþvíer samfara, skipt- ir engu máli hvað varðar staðsetningu iðnfyrirtækja, þar sem hér er verð- jöfnuður á skipaflutningum erlendis frá.“ LÆGRIFLUTNINGSKOSTNAÐUR FRÁ LANDSBYGGÐINNI „En það er fleira sem er sérstætt við rekstur iðnfyrirtækja á Islandi og gerir það að verkum að hann fellur ekki að hinum hefðbundu kenningum hagfræðinnar. Hvað varðar staðsetn- ingu m.t.t. markaðarins þá er það hin almenna skoðun hagfræðinnar að fyrirtæki verði að vera staðsett sem næst markaðnum til þess að vera arð- bær. Reyndar afsannar íslenskur fískiðnaður algerlega réttmæti þess- arar fullyrðingar, því ekki er annað að sjá en að við höfum verið fyllilega samkeppnisfærir á heimsmarkaði þrátt fyrir að fyrirtækin séu ekki stað- sett „á markaðnum". I sambandi við innanlandsmarkað- inn þá kemur það hins vegar í ljós við nánari skoðun að flutningskostnaður frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins er miklu mun lægri en hina leiðina. Astæðan fyrir því er sú að meginstefnan í vörustreymi á landinu er frá höfuðborgarsvæðinu og út á land. Þetta þýðir að vöruflutningafyr- irtæki bjóða mun lægra verð frá landsbyggðinni og til höfuðborgar- svæðisins, því flutningstækin eru vannýtt þá leiðina. Sem dæmi má nefna fyrirtæki á Egilsstöðum sem er í harðri samkeppni við fyrirtæki í Reykjavík. Hjá þessu fyrirtæki er flutningskostnaður sem hlutfall af veltu aðeins um 2% meðan launa- kostnaðurinn er 30-40%. Aðrir þættir og þeir, sem hafa mest áhrif á tilkostnaðinn, eru launa- og fjármagnskostnaður. Fjármagns- kostnaður er alls staðar sá sami, en öðru máli gegnir um launin.“ LAUNIN RÁÐA MIKLU HVAÐ VARÐAR STAÐSETNINGU „Og þá erum við komin að kjarna málsins. Það er staðreynd að laun á höfuðborgarsvæðinu eru mun hærri en á landsbyggðinni, þó að það sé vissulega misjafnt eftir atvinnugrein- um. Bæði eru tímalaun á landsbyggð- inni lægri en á höfuðborgarsvæðinu og einnig er samsetning vinnuaflsins töluvert frábrugðin. Ef litið er t.d. á 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.