Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Síða 46

Frjáls verslun - 01.01.1991, Síða 46
ATVINNUHUSNÆÐI MIKLIR YFIRBURÐIR í SMÁRAHVAMMI RÆTT VIÐ HALLGRÍM T. RAGNARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRA FRJÁLS FRAMTAKS HF. UM BYGGINGAFRAMKVÆMDIR í SMÁRAHVAMMI, EN ÞAR STENDUR TIL AÐ MARKAÐSSETJA RÍFLEGA 50 ÞÚSUND FERMETRA AF HÚSNÆÐIFYRIR SKRIFSTOFUR, ÞJÓNUSTU OG VERSLANIR Á NÆSTU ÁRUM. „Samkvæmt spám þarf að byggja um 500-700 þúsund fermetra af at- vinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á næstu 5-6 árum. Miðað við stað- setningu Smárahvamms í miðju svæðisins og með það í huga að við hyggjumst reisa þar ódýrt en vandað húsnæði fyrir skrifstofur, þjónustu og verslanir, erum við ekki í vafa um að ná a.m.k. 10% af þessum markaði og selja þar með allt það húsnæði sem við hyggjumst reisa í Smárahvammi í Kópavogi á næstu árum,“ sagði Hall- grímur T. Ragnarsson framkvæmda- stjóri Frjáls framtaks hf. í samtali. Nú eru framkvæmdir við gatna- og holræsagerð í Smárahvammi á loka- stigi. Búið er að malbika göturnar á atvinnusvæði Frjáls framtaks og er gatnagerð í fullum gangi í íbúðarhlut- anum þar sem byggðar verða um 500 íbúðir. Við báðum Hallgrím að lýsa í stuttu máli þeim kostum sem verða í boði á atvinnusvæði fyrirtækisins í Smárahvammi: 52.000 FERMETRAR „Samkvæmt skipulagi, sem unnið var af Ormari Þór Guðmundssyni arkitekt, verða byggðir um 52 þúsund fermetrar af húsnæði á þessu svæði og er því ætlað að hýsa aðallega skrif- stofur og hvers konar aðra þjónustu. Þarna verður lögð mikil áhersla lögð á glæsilegt umhverfi, samræmt útlit húsa á svæðinu og síðast en ekki síst nægilegt framboð af bílastæðum. Þetta svæði okkar liggur afskap- lega vel við allri umferð, en það af- TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 46

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.