Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.01.1991, Qupperneq 48
irtæki hefur gert á þessum vettvangi. Þessir samningar við Hagvirki hf. hafa í reynd ekki aðeins náð til okkar svæðis í Smárahvammi því bæjaryfir- völd fóru þess á leit við okkur að við önnuðumst gatnagerð í nærliggjandi hverfum, m.a. um 2000 íbúða hverfi í Kópavogsdal. Þá er lóð Hagkaups, IKEA og BYKO í þessu gatnakerfi, en þar hyggjast þau fyrirtæki reisa eitt stærsta verslunarhús landsins innan fárra ára. Ekki er að efa að sú uppbygging mun hafa jákvæð áhrif á þróun Smárahvammsbyggðar.“ Eins og fram kom hjá Hallgrími skiptist svæði Frjáls framtaks hf. í tvo hluta, en í heild spannar það 17.500 fermetra lands. Atvinnusvæðinu hef- ur verið lýst en hvað með íbúðasvæð- ið? „Þar er um að ræða hluta af næsta fjölbýlishúsareit í Kópavogi, en á okk- ar lóðum verða byggðar um 500 íbúð- ir. Hús á þessum reit verða allt frá tveimur hæðum upp í átta hæðir og í skipulaginu er mikil áhersla lögð á fal- legt umhverfi. Þar má nefna að mörg bílastæði verða neðanjarðar, m.a. til að nýta jarðvegsdýpt sem er á hluta lóðanna en einnig hefur Ormar Þór Guðmundsson arkitekt tengt græna svæðið umhverfis mjög skemmtilega viðbyggingarreitina. íbúðahverfið er staðsett í jaðri 60 ha útivistarsvæðis í Kópavogsdal, en þar er m.a. sandgrasvöllur, upphitaður knatt- spyrnuvöllur, hlaupabrautir og annað sem tengist íþróttum og útivist. Loks er verið að undirbúa byggingu stærsta íþróttahúss á íslandi, sem m.a. mun hýsa heimsmeistarakeppni í handknattleik árið 1995. Öll þessi útivistar- og íþróttaaðstaða er steinsnar frá svæðum Frjáls framtaks hf og ætti að bjóða upp á mikla mögu- leika fyrir þá sem kjósa að setjast þar að með heimili eða atvinnufyrirtæki." HJÓLIN FflRIN AÐ SNÚAST Eftir óvenjulangt erfiðleikatímabil í íslensku atvinnuh'fi bendir ýmislegt til þess að þrengingum fari að ljúka og uppbygging hefjist í auknum mæli á ný. Er Hallgrímur T. Ragnarsson, framkvæmdastjóri Frjáls framtaks, bjartsýnn á framtíðina varðandi sölu á atvinnuhúsnæði í Smárahvammi? „Vissulega hafa síðustu þrjú ár verið býsna erfið því mikil vinna hefur farið í að kaupa þetta land, skipuleggja það, vinna við gatnagerð og síðast en ekki síst að markaðssetja hluta þess. Allt hefur þó gengið samkvæmt áætl- un, en í samningum við Kópavog- skaupstað töldum við mögulegt að ljúka allri uppbyggingu á árinu 1995. í dag er ég bjartsýnn á að þetta takist að mestu. Hjól atvinnulífsins eru farin að snúast á ný og mörg teikn á lofti um að mikil þörf verði á nýju og sérhönnuðu húsnæði fyrir skrifstofur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. í því samþandi nægir að horfa á spár um aðflutninga til suðvesturhornsins og væntanlega byggingu álvers á Keilisnesi, sem mun án efa hafa mjög örvandi áhrif á atvinnulíf þessa svæð- is. Síðast en ekki síst er Smára- hvammur afar vel í sveit settur, því sem næst í miðju höfuðborgarsvæð- isins, en á sama tíma eru önnur at- vinnusvæði á jöðrum þess, m.a. norður við Kollafjörð og suður í Hellnahrauni. Með þennan saman- burð í huga er ég bjartsýnn á að Smárahvammur muni byggjast upp innan þeirra tímamarka sem að var stefnt,“ sagði Hallgrímur T. Ragnars- son að síðustu. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.