Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Page 51

Frjáls verslun - 01.01.1991, Page 51
Steinar Berg: Vissulega fögnum við afnámi skattsins af bókum en teljum réttlætismál að okkar útgáfa lúti sömu reglum. Staðreyndin er sú að bækur og hljóm- plötur eru samkeppnisvörur. Jón Ólafsson: Raunar finnst mér að það eigi að afnema skattinn af allri tónlist því aukin sala og þar með hlustun tryggir að unga fólkið verji tíma sínum til þess konar hluta, fremur en annarra og óþarfari. árstíma. Þróunin síðustu árin hefur verið sú að jólavertíðin ber uppi söl- una og ég gæti trúað að metsöluplata að sumri til seljist í 2-3svar sinnum meira magni ef hún kæmi út í nóv- ember eða desember. Hvort tveggja eru gjafavörur og fólk getur valið á milli. Virðisaukaskatturinn verkar því til fjórðungshækkunar á plötunum sem gerir samkeppnisstöðuna von- lausa. Ef menn ekki breyta þessu sjá allir hvert stefnir," sagði Steinar Berg. Jón Ólafsson í Skífunni tók í sama streng. „Menn verða að hafa íhuga að fjöldi manna hefur lífsviðurværi sitt af flutningi og útgáfu tónlistar og að það tapa allir ef slíkt starfsemi dregst saman eða leggst af. Eg hef margoft bent á þá staðreynd að afnám virðis- aukaskatts myndi auka tekjur ríkis- sjóðs því sala tónlistar myndi stórauk- ast og þar með velta fyrirtækjanna. Raunar finnst mér að það eigi að af- nema skattinn af allri tónlist því aukin sala og þar með hlustun tryggir að unga fólkið verji tíma sínum til þess konar hluta fremur en annarra og óþarfari. Síðast en ekki síst er það með öllu óþolandi að ráðamenn mis- muni tónlistarfólki og útgefendum eftir því í hvaða formi tónlistin er markaðssett. Tónlist af nótum er t.d. ekki skattskyld en ef hún er reidd fram á plastskífum, þarf að greiða fimmtu hverja krónu af sölunni í ríkis- sjóð. Vitanlega er þetta fráleitt fyrir- komulag,“ sagði Jón ennfremur. Tónlistarmenn hafa bent á að varð- andi virðisaukaskatt af íslenskum hljómplötum sé þar um talsverðan skatt á útgáfufyrirtækin að ræða en þó ekki svo háa upphæð að ríkissjóð- ur muni mjög um hana. Þeim tölum hefur verið slegið fram að tekjutap 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.