Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 13

Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 13
FRETTIR TJARNARGATA 4: ÞÝÐINGAR- OG TEXTARÁÐGJÖF Tveir löggiltir dóm- túlkar og skjalaþýöendur hafa tekið upp samstarf um þýðingar og textaráð- gjöf. Eru það þau Ellen Ingvadóttir og Páll Heið- ar Jónsson og eru þau með skrifstofur að Tjarn- argötu 4 í Reykjavík. Ellen sagði í samtali við Frjálsa verslun að hún hefði auk blaða- mennsku starfað mikið fyrir opinbera aðila, stjórnmálamenn og einkafyrirtæki, að þýð- ingum á ýmsu efni. Eftir- spurn eftir slíkri þjón- ustu hefði aukist að und- anförnu og gæfi það til- efni til bjartsýni um að þörf væri á slíkri starf- semi. Ellen starfaði áður í stjórnmáladeild banda- ríska sendiráðsins hér á landi og hjá útgáfufyrir- tækinu Fróða hf. Hún hef- ur 12 ára reynslu í þýð- ingum. Páll Heiðar er kunnur útvarpsmaður og hefur langa reynslu að baki sem þýðandi. „Við munum auk þýð- inga aðstoða fólk við að þýða og staðfæra kynn- ingarefni íslenskum að- stæðum, veita ráðgjöf varðandi prentvinnslu, vinna að textagerð um ís- lensk málefni á erlend tungumál o.fl.,“ sagði Ellen í samtali. Þau Ellen og Páll Heið- ar þýða af og á ensku. Jafnframt taka þau að sér þýðingar af og á Norður- Ellen Ingvadóttir löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi hefur hafið samstarf um rekstur skrifstofu að Tjarn- argötu 4 ásamt Páli Heiðari Jónssyni. landamálin og hafa á sín- um snærum þýðendur hvað varðar önnur tungu- mál, t.d. rússnesku. RÁÐHÚSIÐ: BAKKABÚÐIN LEIGÐ ÚT MUNTflKA 70 MANNS í SÍETI Borgaryfirvöld hafa ákveðið að hafa kaffiteríu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem leigð verður út til einkaaðila sem taka munu að sér reksturinn. Gert er ráð fyrir að kaffiterían geti tekið allt að 70 manns í sæti og verði opin frá 12 á hádegi til kl. 17. Með þessu bætist við enn einn veitingastaður- inn sem Reykjavíkurborg kemur upp og leigir síðan út til samkeppni á hinum löngu ofmettaða veit- ingarekstrarmarkaði. Þú getur treyst okkur. Við lækkum kostnað í viðskiptaferðum. Menn úr viðskiptalfflnu mega treysta því að Úrval- Útsýn finnur ávallt hagstæðustu ferðamöguleikíuta. í könnun ferðablaðs Morgunblaðsins hefur komið berlega í ljós að sérfræðingar Úrvals-Útsýnar geta sparað kaupsýslumönnum umtalsverðar fjárhæðir. Hafðu reynsluna að leiðarljósi. Lattu okkur skipuleggja næstu viðskiptaferð. Ilafðu samband við söluskrifstofur Úrvals-Útsýnar, íMjódd, sími 699300, ogvið Austurvöll, sínti 26900. V:' ÚRVALÚTSÝN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.