Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Síða 18

Frjáls verslun - 01.03.1992, Síða 18
FORSIÐUGREIN HVAÐ SEGJA SAMFERDARMENN UM LÝÐ FRIÐJÓNSSON? SKAPMIKILL OG DUGLEGUR EN ALLT AD ÞVÍ HROKAFULLUR - MJÖG HÆFUR MARKAÐSMAÐUR MEÐ VÍÐTÆKA ÞEKKINGU Yfirleitt ná menn ekki miklum árangri í viðskiptum nema ein- hverjir verði fyrir hnjaski. Þess vegna er auðvelt að eignast óvild- armenn. Með góðu samstarfi og traustri framkomu eignast menn líka vini í gegnum viðskipti. Það er talið einkenna Lýð Friðjónsson að hann sé vinur vina sinna en eigi erfitt með að fyrirgefa þeim sem hann lendir í andstöðu við. Hann er hreinskilinn og gagnrýninn ef því er að skipta. Ágúst Valfells lýsir hon- um svona: „Lýður og ég höfum átt sæti saman í stjómum Félags íslenskra iðn- rekenda, Steypustöðvarinnar hf. og Handsals hf. Hann er greindur og vel menntaður, óhræddur við að viðra skoð- anir sínar og fús til umræðna og ávallt á efnislegum grundvelli. Hann er hreinn og beinn." Öllum, sem blaðið ræddi við, ber saman um að hann sé harðduglegur og vinnusam- ur — stundum jafnvel svo að hann sjáist ekki alltaf fyrir því metnaðurinn er mikill. Davíð Scheving Thorsteinsson hjá Sól/ Smjörlíki/Íslensku bergvatni hefur átt í samkeppni við Vífilfell á mörgum sviðum: Á innlenda drykkjarvörumarkaðnum, í út- flutningi á vatni og um tíma í smjörlíkis- gerð þegar Vífílfell keypti Akra og hóf samkeppni við fyrirtækið. Við báðum Davíð að segja álit sitt: „Það leikur ekki nokkur vafi á því að Lýður er hörkuduglegur og útsjónarsam- ur framkvæmdastjóri. Það sést á þeirri umbyltingu sem hann gerði á Vífilfelli, bæði í rekstri og á markaðssviðinu. En það, sem hefur háð honum, er van- þroski í samskiptum við annað fólk og það hefur örlað á hroka sem e.t.v. stafar af minnimáttarkennd. Vonandi losnar hann við minnimáttarkenndina eftir því sem þroskinn eykst og sjálfstraustið vex.“ Hallgrímur Tómas Ragnarsson við- skiptafræðingur gegndi starfi markaðs- stjóra hjá Vífílfelli og átti þá mikið samstarf við Lýð. Hann segir að dugnaður og metn- aður einkenni Lýð og að hann sé glöggur á aðalatriðin. Látum Hallgrím hafa orðið: „Enginn vafi leikur á því að mikill árang- ur náðist á mjög mörgum sviðum hjá Vífil- felli á meðan Lýður starfaði þar. Hann beitti sér mjög fyrir ýmsum nýjungum, framleiðsluvörum fjölgaði og veltan jókst. Á hinn bóginn hafði metnaður hans það í för með sér að hann réðst í of mörg verk og uppskar ekki alltaf sem skyldi. Lýður gerði sér grein fyrir þessu og hætti flestu sem tengdist ekki beint rekstri og hags- munum Vífilfells. Það, sem ég get helst gagnrýnt Lýð fyrir er starfsmannastjómin sem mér þótti stundum allt að því klaufaleg og í öðrum tilvikum einkennast af hörku og tillitsleysi. Hann sagði þetta vera hluta af stjómunar- stíl sínum. Vegna þessa var starfsandinn í fyrirtækinu ekki sem skyldi þrátt fyrir vel- gengni og gott starfsfólk. Rétt er að taka fram að Lýður var í erfiðri stöðu meðan deilur stóðu um eignaraðild hluthafa. Lýður gerði miklar kröfur til sín og ann- 18

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.