Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 18
FORSIÐUGREIN HVAÐ SEGJA SAMFERDARMENN UM LÝÐ FRIÐJÓNSSON? SKAPMIKILL OG DUGLEGUR EN ALLT AD ÞVÍ HROKAFULLUR - MJÖG HÆFUR MARKAÐSMAÐUR MEÐ VÍÐTÆKA ÞEKKINGU Yfirleitt ná menn ekki miklum árangri í viðskiptum nema ein- hverjir verði fyrir hnjaski. Þess vegna er auðvelt að eignast óvild- armenn. Með góðu samstarfi og traustri framkomu eignast menn líka vini í gegnum viðskipti. Það er talið einkenna Lýð Friðjónsson að hann sé vinur vina sinna en eigi erfitt með að fyrirgefa þeim sem hann lendir í andstöðu við. Hann er hreinskilinn og gagnrýninn ef því er að skipta. Ágúst Valfells lýsir hon- um svona: „Lýður og ég höfum átt sæti saman í stjómum Félags íslenskra iðn- rekenda, Steypustöðvarinnar hf. og Handsals hf. Hann er greindur og vel menntaður, óhræddur við að viðra skoð- anir sínar og fús til umræðna og ávallt á efnislegum grundvelli. Hann er hreinn og beinn." Öllum, sem blaðið ræddi við, ber saman um að hann sé harðduglegur og vinnusam- ur — stundum jafnvel svo að hann sjáist ekki alltaf fyrir því metnaðurinn er mikill. Davíð Scheving Thorsteinsson hjá Sól/ Smjörlíki/Íslensku bergvatni hefur átt í samkeppni við Vífilfell á mörgum sviðum: Á innlenda drykkjarvörumarkaðnum, í út- flutningi á vatni og um tíma í smjörlíkis- gerð þegar Vífílfell keypti Akra og hóf samkeppni við fyrirtækið. Við báðum Davíð að segja álit sitt: „Það leikur ekki nokkur vafi á því að Lýður er hörkuduglegur og útsjónarsam- ur framkvæmdastjóri. Það sést á þeirri umbyltingu sem hann gerði á Vífilfelli, bæði í rekstri og á markaðssviðinu. En það, sem hefur háð honum, er van- þroski í samskiptum við annað fólk og það hefur örlað á hroka sem e.t.v. stafar af minnimáttarkennd. Vonandi losnar hann við minnimáttarkenndina eftir því sem þroskinn eykst og sjálfstraustið vex.“ Hallgrímur Tómas Ragnarsson við- skiptafræðingur gegndi starfi markaðs- stjóra hjá Vífílfelli og átti þá mikið samstarf við Lýð. Hann segir að dugnaður og metn- aður einkenni Lýð og að hann sé glöggur á aðalatriðin. Látum Hallgrím hafa orðið: „Enginn vafi leikur á því að mikill árang- ur náðist á mjög mörgum sviðum hjá Vífil- felli á meðan Lýður starfaði þar. Hann beitti sér mjög fyrir ýmsum nýjungum, framleiðsluvörum fjölgaði og veltan jókst. Á hinn bóginn hafði metnaður hans það í för með sér að hann réðst í of mörg verk og uppskar ekki alltaf sem skyldi. Lýður gerði sér grein fyrir þessu og hætti flestu sem tengdist ekki beint rekstri og hags- munum Vífilfells. Það, sem ég get helst gagnrýnt Lýð fyrir er starfsmannastjómin sem mér þótti stundum allt að því klaufaleg og í öðrum tilvikum einkennast af hörku og tillitsleysi. Hann sagði þetta vera hluta af stjómunar- stíl sínum. Vegna þessa var starfsandinn í fyrirtækinu ekki sem skyldi þrátt fyrir vel- gengni og gott starfsfólk. Rétt er að taka fram að Lýður var í erfiðri stöðu meðan deilur stóðu um eignaraðild hluthafa. Lýður gerði miklar kröfur til sín og ann- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.