Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 45
veraldar — hrikalegt bákn sem gat
stjórnað eftirspurn.
Um næstu áramót sameinast stór
hluti Evrópu í eitt markaðssvæði.
Sameinuð er Evrópa stærri og þýð-
ingarmeiri markaður fyrir tölvur en
Bandaríkin eða Japan. Fall Sovétríkj-
anna, aukið lýðræði í öðrum fyrrum
kommúnistaríkjum og sameining
þýsku ríkjanna hefur aukið þýðingu
evrópska tölvumarkaðarins þótt erf-
itt sé að mæla þá þýðingu á raunhæf-
an hátt.
Með hliðsjón af efnahagsástandinu
í Bandaríkjunum má telja víst að auk-
ist tölvumarkaðurinn á næsta áratug
verði sú aukning í Evrópu. Japönsk
fyrirtæki hafa þegar gert ráð fyrir
þessu og hafist handa en þau banda-
rísku, sem flest eiga í erfiðleikum,
virðast ætla að verða svifaseinni.
Þar sem búast má við að vöxturinn
verði mestur næstu árin, þ.e. í sam-
einaðri Evrópu, er staða IBM á mark-
aðnum veikari en fyrirtækið á að venj-
ast heima fyrir. í þessu samhengi er
vert að hafa í huga að IBM hefur
aldrei lifað á því að vera stórt heldur á
því að selja með hagnaði og þörfin
fyrir hagnað hefur aldrei verið meiri
en nú.
Annað atriði, eykur vandann, er að
stærstur hluti hagnaðar IBM undan-
farna áratugi hefur verið af sölu meg-
intölva og af þjónustu við notendur
þeirra. Á þessum sérhæfða markaði
hefur IBM ráðið ríkjum í krafti tækni-
þekkingar og þjónustukerfis. Sam-
keppni hefur verið hverfandi miðað
við það sem gerist á öðrum sviðum
tölvumarkaðar.
Nú hefur þróunin orðið sú að sum
fyrirtæki, sem áður notuðu megin-
tölvur, leysa þær af hólmi með mun
ódýrari tölvum sem tengdar eru sam-
an í neti. Sama þróun er á markaði
fyrir miðlungstölvur sem nú má leysa
af hólmi með nettengdum PC-tölvum
sem margir telja hagkvæmari kost.
Fyrir IBM þýðir þessi þróun, verði
henni ekki snúið við, vaxandi tap:
Fyrirtækið verður að draga úr
áherslu á megintölvur, þar sem hagn-
aðurinn hefur verið mestur, og auka
áhersluna á miðlungstölvur, þar sem
hagnaðarvon er minni í meiri sam-
keppni, og á PC-tölvur (PS) þar sem
hagnaðarvonin er hverfandi, eins og
er, og samkeppnin út yfir allan þjófa-
bálk. (Sameining IBM og Apple
breytir engu í þessu samhengi því
þegar á heildina er litið skiptir Apple
ekki máli). Af þessu má draga ýmsar
ályktanir sem m.a. er fjallað um í
þessari grein.
ENGIN AUKNING - HAGNAÐUR
MINNKAR
Samkvæmt upplýsingum IDC, en
það er þekkt fyrirtæki sem fylgist
með þróuninni á tölvumarkaðnum og
miðlar upplýsingum til fjölmiðla, jókst
PC-markaðurinn um 30% að meðal-
tali á ári um miðbik 9. áratugarins.
Um þessar mundir mun árleg aukning
vera innan við 10% og jafnvel að stór-
um hluta vegna undirboða.
Samkvæmt upplýsingum IDC hef-
ur meðalálagning PC-framleiðenda
minnkað úr 25% að meðaltali 1985 í
6% 1991 og meðalálagning hugbúnað-
arframleiðenda á PC-markaði úr 40%
í 20% og sú álagning er sögð vera að
mestum hluta fengin með sölu á kerf-
um fyrir Macintosh.
í sænska tímaritinu „Datornytt“
(6. tbl. 1991, bls. 26) er greint frá
niðurstöðum könnunar IDC á mark-
aðshlutdeild IBM og Apple á PC-
markaðnum. Þar segir að hlutur IBM
hafi minnkað úr 43,6% árið 1983 í 13%
árið 1990. Á sama tímabili hefur hlut-
ur Apple á PC-markaðnum, sam-
kvæmt sömu heimild, minnkað úr
33% 1983 í 9% árið 1990.
Þýðingar og textaráðgjöf
»»- FYRIR FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGA -»«
TJARNARGÖTU 4 • 101REYKJAVÍK • SÍMRITI 91-626884
► Löggiltir skjalaþýðendur á og úr ensku
► Þýðingar á og úr Norðurlandamálum
► Þýðingar á og úr rússnesku
► Prófarkalestur
Ellen Ingvadóttir,
sími 91-626588
Páll Heiðar Jónsson,
sími 91-627509
Löggiltir skjalaþýðendur
og dómtúlkar
45