Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 46
TOLVUR Þessar tölur koma heim og saman við lýsingar á erfiðleikum margra ann- ara PC-framleiðenda, einkum banda- rískra, erfiðleikum sem hafa eflaust átt þátt í að knésetja sum þeirra mörgu íslensku fyrirtækja sem hafa reynt fyrir sér á PC-markaðnum og mistekist, ýmist hætt, sameinast öðrum eða orðið gjaldþrota. Það er athyglisvert hve lítil fjár- munamyndun virðist hafa átt sér stað í viðskiptum með PC-tölvur og hug- búnað fyrir þær hérlendis. Upp úr þessum viðskiptum virðist lítið sem ekkert að hafa, ef dæma má af tapi sumra fyrirtækja í greininni, en áhættan er hins vegar mikil. Þetta er svipað fyrirbæri og í matvöruverslun, þ.e. lítill hagnaður en mikil áhætta. Aðeins eitt stórt fyrirtæki á gömlum grunni er eftir á íslenska PC-mark- aðnum en tiltölulega stutt er síðan það fyrirtæki snéri sér að tölvum. Þegar megin- og miðlungstölvur, eiga í hlut, en þar kepptu 3 aðilar við IBM upp að vissu marki, virðist Wang vera gleymt og grafið, DEC vera í öldudal og grundvallarbreytingar að verða á rekstrarformi IBM og Hewlett-Packard hérlendis. Það skyldi því ekki koma á óvart að sam- keppnin á milli IBM, DEC og HP um sölu á stærri kerfum á íslandi muni brátt fara fram í Kaupmannahöfn. Skipulagður niðurskurður kostnaðar á öllum sviðum hjá þessum banda- rísku fyrirtækjum er líklegasta orsök- in og sá niðurskurður hefur síðan þessi áhrif á íslandsverslun Dana. TVEIMUR FAKTORUM FÆRRA Það vakti athygli þegar IBM á ís- landi, dótturfyrirtæki danska IBM, skilaði myndarlegum hagnaði í fyrra. Það vakti ekki síður athygli þegar til- kynnt var að IBM á íslandi rynni sam- an við nýstofnað fyrirtæki, Nýherja, hlutafélag sem er, að meirihluta, eign íslenskra aðila og verður umboðsaðili IBM (í Danmörku). Næststærsti hluthafinn (30%) er IBM í Danmörku. í stjóm Nýherja situr m.a. Max Ros- en, fulltrúi IBM í Danmörku: IBM er því að hætta rekstri í eigin nafni á íslandi þrátt fyrir hagnaðinn í fyrra. Dótturíyrirtæki danska Hewlett- Packard á íslandi er einnig hætt, eða að hætta, eigin rekstri á íslenska markaðnum. Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki, HP á íslandi hf. sem er að meirihluta í eigu íslenskra aðila og verður umboðsaðili fyrir Hewlett- Packard (í Danmörku). Á meðal þeirra, sem sitja í stjóm nýja fyrir- tækisins, er Jörgen H. Herlevsenfrá Hewlett-Packard í Danmörku. Það hefur farið í taugarnar á ein- staka viðskiptavini að bandarísku tölvuframleiðendurnir, IBM, Digital (DEC) og Hewlett-Packard, skuli eiga það sameiginlegt að viðskipti þeirra við íslenska aðila hafa farið í gegnum milliliði í Danmörku sem m.a. veldur því að vél- oghugbúnaður getur verið dýrari hér en í sérversl- unum í Bandaríkjunum. IBM AS/400: SÉRKAFLI Þegar stjórnendur IBM hafa brýnt starfsmenn að undanfömu hafa þeir m.a. bent á að tæknilegir yfirburðir, einir og sér, nægi ekki til þess að rétta hlut IBM á markaðnum en að tæknilegir yfirburðir hafi orðið til þess að IBM sofnaði á verðinum, hélt sig ekki þurfa að keppa við aðra en sjálft sig. Dæmi, sem stundum er nefnt „Microvaxmálið", segir sína sögu: Um miðjan síðasta áratug vann DEC kúnna frá IBM án þess að það fengi rönd við reist. Ástæðan var DEC Microvax; vel hönnuð og vel útfærð tölva sem notaði sama stýri- kerfi (VMS), hvort sem kerfið var stórt eða lítið. Umhverfið (VMS) var það, sama hvort sem tölvukerfið var AMERISKAR HAGÆÐATÖLVUR FRÁ: Silicon\4lley Computers SVC 80386 SX, 25 Mhz 40 Mb harður diskur 4 Mb minni 2 raðtengi, ] hliðtengi 1,44 Mb disklingadrif 1,2 Mb disklingadrif Super VGA litaskjár Tilboðsverð: 139.000,- SVC 80386, 40 Mhz 64 Kb WB flýtiminni 120 Mb harður diskur 4 Ml) minni (70ns) 2 raðtengi, 1 hliðtengi 1,44 Mb disklingadrif 1,2 Ml) disklingadrif Super VGA litaskjár Tilhoðsverð: 179.000,- SVC 80486, 33 Mhz 64 Kb WB flýtiminni 200 Mb harður diskur 4 Mb minni (70ns) 2 raðtengi, 1 hliðtengi 1,44 Mb disklingadrif 1,2 Mb disklingadrif Super VGA litaskjár Tilboðsverð: 245.000,- SIMI 91 - 79444 FAX 91 - 79159 Bestu kaup miðað yið tækni og gæði! KJARNI HF. SMIÐJUYEGI 42 D 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.