Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 46

Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 46
TOLVUR Þessar tölur koma heim og saman við lýsingar á erfiðleikum margra ann- ara PC-framleiðenda, einkum banda- rískra, erfiðleikum sem hafa eflaust átt þátt í að knésetja sum þeirra mörgu íslensku fyrirtækja sem hafa reynt fyrir sér á PC-markaðnum og mistekist, ýmist hætt, sameinast öðrum eða orðið gjaldþrota. Það er athyglisvert hve lítil fjár- munamyndun virðist hafa átt sér stað í viðskiptum með PC-tölvur og hug- búnað fyrir þær hérlendis. Upp úr þessum viðskiptum virðist lítið sem ekkert að hafa, ef dæma má af tapi sumra fyrirtækja í greininni, en áhættan er hins vegar mikil. Þetta er svipað fyrirbæri og í matvöruverslun, þ.e. lítill hagnaður en mikil áhætta. Aðeins eitt stórt fyrirtæki á gömlum grunni er eftir á íslenska PC-mark- aðnum en tiltölulega stutt er síðan það fyrirtæki snéri sér að tölvum. Þegar megin- og miðlungstölvur, eiga í hlut, en þar kepptu 3 aðilar við IBM upp að vissu marki, virðist Wang vera gleymt og grafið, DEC vera í öldudal og grundvallarbreytingar að verða á rekstrarformi IBM og Hewlett-Packard hérlendis. Það skyldi því ekki koma á óvart að sam- keppnin á milli IBM, DEC og HP um sölu á stærri kerfum á íslandi muni brátt fara fram í Kaupmannahöfn. Skipulagður niðurskurður kostnaðar á öllum sviðum hjá þessum banda- rísku fyrirtækjum er líklegasta orsök- in og sá niðurskurður hefur síðan þessi áhrif á íslandsverslun Dana. TVEIMUR FAKTORUM FÆRRA Það vakti athygli þegar IBM á ís- landi, dótturfyrirtæki danska IBM, skilaði myndarlegum hagnaði í fyrra. Það vakti ekki síður athygli þegar til- kynnt var að IBM á íslandi rynni sam- an við nýstofnað fyrirtæki, Nýherja, hlutafélag sem er, að meirihluta, eign íslenskra aðila og verður umboðsaðili IBM (í Danmörku). Næststærsti hluthafinn (30%) er IBM í Danmörku. í stjóm Nýherja situr m.a. Max Ros- en, fulltrúi IBM í Danmörku: IBM er því að hætta rekstri í eigin nafni á íslandi þrátt fyrir hagnaðinn í fyrra. Dótturíyrirtæki danska Hewlett- Packard á íslandi er einnig hætt, eða að hætta, eigin rekstri á íslenska markaðnum. Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki, HP á íslandi hf. sem er að meirihluta í eigu íslenskra aðila og verður umboðsaðili fyrir Hewlett- Packard (í Danmörku). Á meðal þeirra, sem sitja í stjóm nýja fyrir- tækisins, er Jörgen H. Herlevsenfrá Hewlett-Packard í Danmörku. Það hefur farið í taugarnar á ein- staka viðskiptavini að bandarísku tölvuframleiðendurnir, IBM, Digital (DEC) og Hewlett-Packard, skuli eiga það sameiginlegt að viðskipti þeirra við íslenska aðila hafa farið í gegnum milliliði í Danmörku sem m.a. veldur því að vél- oghugbúnaður getur verið dýrari hér en í sérversl- unum í Bandaríkjunum. IBM AS/400: SÉRKAFLI Þegar stjórnendur IBM hafa brýnt starfsmenn að undanfömu hafa þeir m.a. bent á að tæknilegir yfirburðir, einir og sér, nægi ekki til þess að rétta hlut IBM á markaðnum en að tæknilegir yfirburðir hafi orðið til þess að IBM sofnaði á verðinum, hélt sig ekki þurfa að keppa við aðra en sjálft sig. Dæmi, sem stundum er nefnt „Microvaxmálið", segir sína sögu: Um miðjan síðasta áratug vann DEC kúnna frá IBM án þess að það fengi rönd við reist. Ástæðan var DEC Microvax; vel hönnuð og vel útfærð tölva sem notaði sama stýri- kerfi (VMS), hvort sem kerfið var stórt eða lítið. Umhverfið (VMS) var það, sama hvort sem tölvukerfið var AMERISKAR HAGÆÐATÖLVUR FRÁ: Silicon\4lley Computers SVC 80386 SX, 25 Mhz 40 Mb harður diskur 4 Mb minni 2 raðtengi, ] hliðtengi 1,44 Mb disklingadrif 1,2 Mb disklingadrif Super VGA litaskjár Tilboðsverð: 139.000,- SVC 80386, 40 Mhz 64 Kb WB flýtiminni 120 Mb harður diskur 4 Ml) minni (70ns) 2 raðtengi, 1 hliðtengi 1,44 Mb disklingadrif 1,2 Ml) disklingadrif Super VGA litaskjár Tilhoðsverð: 179.000,- SVC 80486, 33 Mhz 64 Kb WB flýtiminni 200 Mb harður diskur 4 Mb minni (70ns) 2 raðtengi, 1 hliðtengi 1,44 Mb disklingadrif 1,2 Mb disklingadrif Super VGA litaskjár Tilboðsverð: 245.000,- SIMI 91 - 79444 FAX 91 - 79159 Bestu kaup miðað yið tækni og gæði! KJARNI HF. SMIÐJUYEGI 42 D 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.