Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 17

Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 17
VIFILFELL SELT □ ífilfell hefur haft einkaleyfi á framleiðslu og sölu á Coca- Cola á íslandi frá 1941. í lok nóvember var tilkynnt að fyrirtækið Coca-Cola Nordic Beverages myndi kaupa Vífilfell og er búist við að endan- legum samningi verði lokið í ársbyijun 1999. Coca-Cola Nordic Beverages er eigu Coca-Cola Company í Atlanta sem á 49% og Carlsberg samsteypan í Dan- mörku á 51%. Þetta fyrirtæki hefur ver- ið að yfirtaka verksmiðjur Coca-Cola á hinum Norðurlöndunum og má segja að þegar skrifað verður undir samning- ana við Vífilfell verði því ferli lokið. Vífilfell velti rúmlega 2,3 milljörðum ár- ið 1997. Þar vinna um 150 starfsmenn. Frá vinstri: Svend I. Petersen, forstjóri Coca-Cola Nordic Beverages, Pétur Björnsson, fráfarandi forstjóri og aðaleigandi Vífilfells, og Þorsteinn M. Jónsson, framkvœmdastjóri Vífilfells, sem mun halda áfram um stjórnvölinn fyrir nýja eigendur. FV-mynd: Geir Olafsson. Þorsteinn M. Jónsson verður áfram framkvæmdastjóri Vífilfells og mun annast rekstur fyrirtækisins fyrir hina nýju eigendur. Hann sagðist reikna með svipaðri veltu á yfirstandandi ári en nú væri hluti rekstrarins kominn í önnur fyrirtæki og því ekki um sam- bærilegar tölur að ræða. „Það standa vonir til þess að gengið verði frá samningum endanlega um miðjan febrúar. Þá lýkur ferli viðræðna sem staðið hefur frá í febrúar á þessu ári,“ sagði Þorsteinn M. Jónsson í sam- tali við Frjálsa verslun. Coca-Cola Nordic Beverages keypti hlutabréfin í Vífilfelli en aðeins þann hluta starfseminnar sem lýtur að fram- leiðslu og dreifingu á afurðum Coca- Cola Company. Sól-Víking, sem einnig er í eigu Vífilfells og hefúr framleitt bjór og drykkjarvörur, verður áfram í eigu Péturs Björnssonar, fráfarandi stjórnarformanns Vífilfells, og fjöl- skyldu hans. Sama gildir um sælgætis- innflutning á vegum Þórðar Sveinsson- ar ehf. Hvort tveggja var undanskilið í kaupunum. Sól-Víking hefur m.a. framleitt ávaxtasafa auk Víking og Thule bjórs og Carlsberg frá miðju þessu ári. ,Aðilar voru sammála um að gefa ekki upp verðið en segja má að það sé ásættanlegt fyrir báða aðila,“ sagði Þor- steinn. Bestu heimildir Frjálsrar versl- unar segja það hafa verið 30 milljónir dollara eða um 2,1 milljarða ísk. króna. f ‘ ' '...... Stálslegið öryggi Bedco & Mathiesen ehf Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem enj í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.